Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 71
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
enginn próflaus karlmaður fengið jörð til ábúðar. Þessi ákvæði eru sögð
nauðsynleg, ekki síst barnanna vegna: „Það er skylda foreldra að uppfræða
börn sín, eigi síðr en fæða þau; en hversu má móðir eða faðir fræða böm
sín, ef þau eru vankunnandi sjálf‘ (bls. 29). Próflaust fólk skyldi hvorki
hafa atkvæðisrétt né kjörgengi til opinberra starfa.
I síðustu tveim greinunum í lagafrumvarpi Jóns Olafssonar var að finna
afar forvitnileg en flókin ákvæði um kosningarétt og kjörgengi karla og
kvænna. Lágmarkseinkunn á borgaraprófmu veitti atk\ræðisrétt í sveita-
málum og kjörgengi í hreppsnefnd hlutu konur og karlar sem höfðu 2.
einkunn. Kjörgengi til Alþingis var hins vegar bundið við karlmenn með
kosningarétt og bestu einkunn. Athyglisvert er að Jón Ólafsson gerði enga
tilraun til að réttlæta þessa mismunun körlum í hag á grundvelh kynferð-
is. I staðinn notaði hann effirfarandi rök:
Þá er það eitt atriði, sem vér verðum að láta oss nægja að nefha,
því það er of yfirgripsmikið mál til að rannsakast hér. - Það er
réttr kvenna. Vér viljum fara hægt í það sakir nýstársleikans og
fordóma manna, enda tjáir eigi fremr í því máh en öðrum að
gjöra of stór stökk í einu. En eigi ætlum vér það of langt farið
eða stórt byltinga-ráð, þótt vér föram fram á að fylgja dæmi
Englendinga í því, að veita konum atkvæðarétt í sveitarstjómar-
málum; og úr því alþingi vort var svo fijálslynt í sumar að veita
konum kosningarrétt og kjörgengi í safiiaðarmálum, má æda að
það sé svo frjálslynt, að það hafi eigi á móti að veita þeim sama
rétt í sveitarstjómarmálum.14
Um haustið 1880 var kosið til Alþingis og varð Jón Ólafsson alþingis-
maður úr Suður-Múlasýslu. Alþingi kom næst saman sumarið 1881 og
markaði þá djúp spor í réttindum kvenna. Jón Ólafsson studdi þann mála-
tilbúnað ötullega á þingi en var hins vegar ekki upphafsmaður að tillögu-
gerð þingsins. Þar voru að verki Einar Asmundsson, þingmaður Eyfirð-
inga, og Þorlákur Guðmundsson, þingmaður Arnesinga. Þeir fluttu hvor
sitt ffumvarp, sem Alþingi samþykkti.
Frumvarp Einars var um stjórn bæjarmálefna á Akureyri og var þar
m.a. lagt tál að kosningarétt og kjörgengi hefðu allir 25 ára bæjarbúar,
karlar sem konur, sem væru eigi vistráðin hjú annarra og hefðu átt heima í
kaupstaðnum síðasta árið, þegar þeir að minnsta kostd borga 4 krónur í
14 Sama rit, bls. 27.
69