Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 74
SVANUR KRISTJÁNSSON
Einungis einn þingmaðm-, Jón Jónsson landritari, tók til máls á eftir
ræðu Þorláks. Jón fagnaði frumvarpinu mjög en taldi samt að það gengi of
skammt í að tryggja réttindi kvenna því til viðbótar kosningarétti ætti
einnig að koma kjörgengi kvenna. Efdr að hann lauk máli sínu var kosin
þriggja manna nefnd til að fjalla mn frumvarpið. Kosningu hlutu Þorlák-
ur, Jón Jónsson og Lárus Blöndal. Þingnefndin klofnaði í afstöðu sinni til
frumvarpsins. Þeir Þorlákur og Lárus gerðu tillögu tun að meginefhi
ffumvarpsins yrði samþykkt en vildu að konm- fengju einnig kosningarétt
í kosningum til bæjarstjóma, sóknarnefnda og til héraðsfunda.26 Jón Jóns-
son samdi hins vegar eigið ffumvarp þar sem gert var ráð fyrir að kosn-
ingarétt og kjörgengi til hreppsnefhdar eða bæjarstjórnar hefði hver mað-
ur, hvort heldur karlmaður eða kvenmaður, sem uppfyllti öll skiljrði.2
Viðbrögð þingmanna í neðri deild tdð frumvarpi Jóns Jónssonar eru ril
marks um hversu mikinn hljómgrurm ffjálslynd stefha átti meðal þeirra.
Jón Olafsson var í forsvari fyrir hópi deildarmanna sem lagði fram frum-
varp til breytinga á sveitarstjórnarlögum. Þar var kveðið á jafhan kosn-
ingarétt karla og kvenna með sömu sldlyrðum og í ffumvarpi Jóns, en
kjörgengi skyldu aðeins karlmenn hafa.28 Jón Olafsson tók skýrt ffam að
hann væri sammála Jóni Jónssyxh um að konur ættu einnig að hafa kjör-
gengi. Hins vegar myndi mörgum þykja of langt gengið og m\ndi slíkt
frumvarp ekki ná ffam að ganga.29 Jón Ólafsson, sem og þjóðkjörnir þing-
menn almennt, vissu sem var að þeir þurftu að sigla milli skers og báru á
Alþingi. Annars vegar var sannfæring þeirra um gildi ffjálslyndrar stefnu
en hins vegar var hinn kaldi veruleiki íslenskrar stjórnskiptmar, þar sem
konungkjömir þingmenn höfðu í reynd neitunarvald um öll lagafrumvörp
og konungur hafði virkt neitunarvald um öll lög. Þannig þyrfri að þoka
ffam málum í átt að meira lýðræði en kalla ekki yfir þingið stöðvunarvald
konungs.
Jón Jónsson neri nafna sínum Ólafssyni því um nasir að hann væri að
svíkja sannfæringu sína með því að styðja ekki tillögu um kjörgengi. Jón
Olafsson snerist til varnar. Efann minnti á að efi'i deild myndi fella frum-
varp með slíku ák\ræði og það væri þýðingarlaust að koma frarn með það
26 Alþmgistíðindi A (1881), bls. 149-150.
27 Alþingistíðindi A (1881), bls. 150.
28 Alþingistíðindi B (1881), bls. 404.
29 Sama rit, bls. 402.
72