Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 89
ISLAND A LEIÐ TIL LYÐRÆÐIS
Jónsson, „og það því síður, sem sama lögmál er látið ná til þeirra karl-
manna svo sem vinnumanna, sem enn þá ekki hafa fengið kosningarrétt-
inn“.88 Jón Olafsson taldi einnig að konur mættu vel við una að fá tak-
markaðan rétt:
Ef maður lítur til þess, hvað það tekur konur í öðrum löndurn
langan tíma að fá kosningarétt, þá mega þær vera okkur þakk-
látar, og því fremur, sem þær hafa ekkert gert til að öðlast þenn-
an rétt. Eg hefi veitt því efdrtekt, að í dag, þegar verið er að
ræða þetta áhugamál (?) kvenfólksins, þá er þetta fyrsti dagur-
inn á þinginu, sem ekkert pils sést hér. Þetta er sá mikh áhugi,
sem þessi kynflokkur hefir á þessu málefni. Yfirleitt hefi eg ekki
orðið var við hluttekningu kvenfólks í þingmálum, nema þegar
hefir verið von á skömmum eða einhverju hneyksh, þá verður
ekki þverfótað hér út úr þingsölunum fyrir pilsagangi.89
I ræðu Jóns kom einnig fram að mismunandi afstaða þingmanna til
réttinda kvenna byggðist á gagnólíkri grundvallarskoðun.90 Eins og svo
oft áður kom Jón beint að kjama málsins. Að hans mati höfðu orðið of
miklar breytingar í stjómmálum landsins og farið hafði verið of geyst. Nú
þyrftá að spyma við fótum; betra væri fyrir Alþingi að draga máhð en
hlaupa svo á sig að ill- eða ef til vill ómögulegt væri að lagfæra það.91 Til
þess að þetta tækist var Jóni og samherjum hans í Heimastjómarflokknum
mikið í mun að takmarka kosningarétt og kjörgengi kvenna. I þessum til-
gangi vom fyrmm merkisberar ffjálslyndrar stefnu tilbúnir að fóma fyrri
hugsjónum. Frjálslyndir menn vom þar með komnir í mikinn minnihluta
á Alþingi eftir að hafa verið þar leiðandi afl í ríflega þrjá áratugi.92
88 Sama rit, d. 1632.
89 Sama rit, d. 1618.
90 Sama rit, d. 1616.
91 Sama rit, d. 1622.
92 Athyglisvert er að Jón Olafsson og samlierjar hans fara effir langt hlé að beita
aftur „seinkunarrökum“ gegn kosningarétti og kjörgengi kvenna, konur hefðu
ekki beðið um þennan rétt og því lægi ekkert á að veita hann. Sfflt seinkunarrök
„vora algeng á þingum Norðurlanda þegar frumvörp um rétt kvenna voru til
umræðu.“ Sigríður Th. Erlendsdóttir, „Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna
á 20. öld“, Erindi og greinar 25, ritstj. Páll Sigurðsson, Reykjavík; Félag áhuga-
manna um réttarsögu, 1987, bls. 2. Sbr. einnig t.d. Gunhild Kyle, „Hvarför skola
kvinnorna vanta?“, Kuinnovetenskaplig Tidskrift 2/1983, bls. 20-28, einkum bls.
22-24.
§7