Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 117
SAGAN OG SANNLEIKURINN
og sagnfræðingar gengu inn í Aldingarðinn án snefils af heimspeki til að
skýla sér, naktir og blygðunarlausir frammi fyrir Guði sagnfræðinnar.“17
Tala staöreyndmiar sínu mdli? Efasemdir um hlutlæga sögu
Því fór fjarri að hugmyndir pósitífrsmans og þýska heimildarýniskólans
yrðu einráðar í söguheimspeki. I Þýskalandi og víðar kom upp mikil deila,
Methodenstreit, undir lok 19. aldar sem snerist um aðferðafræði og heim-
spekilegan grundvöll sagnfræði. Spjótin beindust ekki síst að vísindaskiln-
ingi pósitífismans. Ymsir ffæðimenn, sem kenndir hafa verið við ídealisma
(e. idealism), gagnrýndu pósitífismann fyrir að yfirfæra aðferðir náttúruvís-
inda á mannleg samfélög.18 Hugvísindi, sagnfræðin þar á meðal, hefðu þá
sérstöðu að fást bæði við hinn ytri veruleika sem felst í efhisheiminum og
innri veruleika, þ.e. hugsun mannsins og ætlun hans, merkingu sem mað-
urinn gefur hlutunum og umhverfi sínu, gagnstætt náttúruvísindum sem
rannsaka aðeins hinn ytri heim. Þessi sérstaða hugvísindanna ylli því að
ekki væri hægt að beita aðferðum náttúruvísinda á hinn innri veruleika og
þar í væri fólginn mikill vandi fýrir sagnfræði og önnur hugvísindi.
Idealistar voru ekki á einu máli hvaða aðferðum skyldi beitt á þennan
huglæga veruleika, en þeir voru sammála um að sagnfræðingurinn ætti
\drkan þátt í að ljá sögunni inntak og merkingu. Þýski sagnfræðingurinn
J.G. Droysen gerði skarpan greinarmun á náttúruvísindum og hugvísind-
um: Markmið hinna fyrri væri að leita að orsakasamhengi í efnisheiminum
en hinna síðari að merkingu eða skilningi á mannlegum athöfhum. Sagn-
fræðingurinn fæst við liðna atburði og getur því ekki sannreynt niðurstöð-
ur sínar á sama hátt og náttúruvísindamaðurinn, en hann getur öðlast
skilning á liðnum tíma með innlifun. Landi Droysens, sagnfræðingurinn
og heimspekingurinn Wilhem Dilthey, þróaði sérstaka heimspeki fyrir
hugvísindin og taldi að hægt væri að nálgast vandamálið vísindalega með
því að sagnfræðingurinn reyndi að greina þá merkingu eða hugsun sem
býr í menningunni. Enski heimspekingurinn Robin G. Collingwood gekk
lengra. I ritgerðasafhinu The Idea of History, sem kom út skömmu eftir
dauða Collingwoods árið 1943, heldur hann því ffam að öll saga sé í raun
og veru saga hugsunar í þeim skilningi að athafnir eru ekki aðeins atburð-
1 „This was the age of innocence, and historians walked in the Garden of Eden,
without a scrap of philosophy to cover them, naked and tmashamed before the
god of history.“ E.H. Carr, What is History? Harmondsworth: Penguin Books,
1964, bls. 20.
Sjá t.d. Loftur Guttormsson, „Sagnfræði og félagsffæði“, bls. 203-217.
18