Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 97
UM FRÆÐILEG TÆKI OG TOL I SAGNFRÆÐI
ar í raun sífellt að ritun eigin sjálfsævisögu óháð efhisvali. Jaíhvel sagn-
fræðingur sem er ráðinn í tiltekið verk af öðrum aðila þarf að afmarka
rannsóknina og velja hvað hann kýs sjálfur að leggja áherslu á þar eð verk-
kaupar hafa einatt enga hugmynd um hvað þeir vilja, en mun fremur hvað
beri að forðast. Og sérhver sagnfræðingur þarf jafhffamt að taka tillit til
raunverulegs og ímyndaðs viðtakanda og væntinga hans. Því er það eðli-
legt af hálfu sagnfræðingsins að velja sér rannsóknarefni sem hafa eitt-
hvert gildi eða tengingu (relevans) -\dð þau viðfangsefni sem aðrir hafa ver-
ið að sýsla með.13 Sagnfræðin er félagslegt athæfi varðandi efnistök og
viðtakendur. Onnur félagsvídd kemur auk þess í ljós þegar sagnfræðingar
vinna saman að rannsókn og skrifum.
Sagnfræðingar velur sér rannsóknarefhi með hliðsjón af þeim spurn-
ingum sem þeir vilja geta svarað með hliðsjón af ríkjandi rökfærslustíl
fræðasviðsins, þeim spumingum sem aðrir hafa glímt við í ffæðasamfélag-
inu en líka spurningum sem þeir búast við að viðtakendur þeirra geti og
vilji skilja. Sem dæmi um togstreitu sem skapast þegar ólíkum rökfærslu-
stílum lýstur saman má nefha deilur sem urðu nýlega innan íslenska
fræðasamfélagsins vegna óvæntra niðurstaðna geislakolsmælinga á ís-
lenskum fomleifum.14 SKkar deilur spretta iðulega af því að í stað fræði-
legs umburðarlyndis og þölhyggju er einblínt á eitt rétt svar. Rannsóknir
og ritun em jafnnauðsynlegar og jafnupprunalegar hhðar sagnfræðinnar
sem fræðigreinar.1- Hvorttveggja er til staðar ffá fyrsta degi og er órjúfan-
legur þáttur í iðkun sagnfræðinnar.
Sagnfræðingar velja rannsóknarspumingar út frá einhverju leiðarljósi
og ekki einungis með því að safiia staðreyndum eða gögnum að hætti
hinnar vísindalegu aðferðar. Taka þarf mið af áhugamálum og forvitni
hvers og eins en það sem mestu máli skiptir er hinn félagslegi þáttur vals-
ins, en ekki sá einstaklingsbundni, eigi að vera unnt að svara lykilspurn-
ingu greinarinnar, þ.e. hvort sagnfræðin sé ffábmgðin öðmm vísindum
hvað varðar notkun á ffæðilegum tólum og tækjum. Viðtakendur, þar á
13 Sjá t.d. Ottar Dahl, Grunntrekk i historieforskningem metodelœre (Osló, 1967), bls.
29.
14 Gtuinar Karlsson, Inngangur að miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu I
(Reykjavík, 2007), bls. 93-96.
13 Jöm Riisen, Lifandi saga. Framsetning og hlntverk sögnlegrar þekkingar. Ritsafn Sagn-
fræðistofhunar, 34. Þýð. Gunnar Karlsson (Reykjavík, 1994; frumútg. Lebendige
Geschichte. Gnmdziige einer Historik III. Formen und Funktionen des historischen
Wissens, Göttingen, 1989), bls. 16-17.
95