Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 202
JOEP LEERSSEN
okkar, og margs konar starfsemi fór fram í samhengi sem fellnr núorðið
utan við ramma þjóðanna sem síðar komu fram. Albaninn Naum \7exil-
harqi bjó og starfaði þar sem Rúmenía er í dag. Serbnesk bókmennta-
menning hóf göngu sína í prentvélum Feneyja og Búdapest. Efdr 1830
litu pólskir og litháískir menntamenn til Kænugarðs ekki síður en til Var-
sjár eða Vilnu; finnsk þjóðernisstefna horfði til svæða sem voru etnískt séð
finnsk en voru og eru, bæði þá og nú, hluti af Rússlandi. Eitt af fyrstu búlg-
örsku dagblöðunum var prentað í Smyrnu.21 Slík dæmi virðast óbundin
landsvæðum og sýnast þess vegna heldur afbrigðileg; en hið afbrigðilega
er alfarið okkar eigin vörpun.
Vínarborg getur innan sviðs menningar verið búlgörsk eða grísk mið-
stöð lærdóms jafhvel þó að hún sé landfræðilega og pólitískt séð langt fiú
Rodopi-fjöllum eða Pelópsskaga. Fleinrich Heine hafði aðsetur sitt í Par-
ís en kallaði þýska tungu á eftirminnilegan hátt „færanlegt föðurland sitt“
(mein portatives Vaterland). Osvæðisbundin (eða öllu heldur: óaffnörkuð)
staðseming margra verkefha og verkamanna í upphafi menningarlegrar
þjóðernisstefhu er ekki afbrigðileg heldur mikilvæg staðreynd. A sama
tíma og þjóðernisstefha fer sem félagsleg og pólitísk hreyfing fram á land-
fræðilega afmörkuðu svæði, mótast menningarlegar athafhir í andlegu
umhverfi sem er ekki tjóðrað einhverri tiltekinni staðsemingu.
21 Um Afbaníu: Johannes Faensen, Die albanische Nationalbevjegung, Wiesbaden: Ha-
rassowitz, 1980; Sava Iancovici, „Relations roumano-albanaises á l’époque de la
renaissance et de l’émancipation du peuple albanaise“, Reuve des études sud-est
européennes 9/1971, bls. 5-48 og 225-248; Myslim Islami, Naum R Veqilharxhi,
Prishtiné: Rilindja, 1969; einnig Robert Elsie, Histoiy of Albanian Literature, 2.
bindi, New York: Columbia University Press, 1996. Um fyrstu serbnesku prent-
menninguna: Milne Holton og Vasa D. Mihailovitch, Serbian Poetiyfivm the Beg-
innings to the Present, New Haven, CT: Yale Center for Intemational and Area
Studies, 1988; Péter Király, National Endeavours in Central and Eastem Europe as
Reflected in the Publications of the Utiiversity Press ofBuda, Búdapest: Magyar Fel-
söktatás, 1993. Um Ukraínu: Towards an Intellectual Histoiy of the Ukraine, ritstj.
Ralph Lindheim og Georges S. N. Luckyj, Toronto: University of Toronto Press,
1996; Georges S. N. Luckyj, Panteleimon Kulish: a Sketch of his Life and Times,
New York: Columbia University Press, 1983; Thomas M. Prymak, Mykola
Kostomarov: a Biography, Toronto: University of Toronto Press, 1996. Um finnsku:
Matti Klinge, „„Let us be Finns“: The birth of Finland’s national culture", The
Roots of Nationalism: Studies in Northem Europe, bls. 67-75. Um búlgarskt dagblað
Fotinovs: Albert B. Lord, „Nationalism and the muses in the Balkan Slavic litera-
ture in the modern period", The Balkans in Transition, ritstj. C. Jelavich og B. Jela-
vich, Berkeley, CA: University of California Press, 1963, bls. 258-296, hér bls.
264.
200