Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 56
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
góma en meintur skortur kvexma á þessum þáttum var þó ekki nauðsyn-
lega túlkaður sem rök gegn þ\’í að veita þeim borgararéttindi. Jón Olafs-
son, sem óttaðist mjög þær afleiðingar sem kosningaþátttaka k\unna gæti
haft í för með sér, lýsti sig samt sem áður hlynntan því að konur fengju jöfn
réttindi og karlmenn. „Því að þótt gáfhafari og lundarfari sé ólíkt farið og
konur skorti oftast dómgreind á við karlmenn, þá bæta konur það upp
með öðrum kostum.“62 En Jón hafði afar mótsagnakennd viðhorf til kosn-
ingaréttar kvenna og lýsti sig í raun bæði fylgjandi og andvígan í sömu
umræðunum.63 Bjarni frá Vogi, sem var dyggur stuðningsmaður kosn-
ingaréttar kvenna, notaði einmitt rökin um skort kvenna á skynsemi sem
lið í röksemdafærslu fyrir því að veita konum kosningarétt. Hafnaði hann
þeirri skoðun að það gæti verið hættulegt að veita svo stórum hópi kvenna
kosningarétt öllum í einu og að það gæti leitt til byltingarkennds ástands.
Sagði hann að það bæri miklu frekar að óttast „of mikið íhald“ en það staf-
aði af því, sagði Bjarni, að konur væru í eðli sínu miklu íhaldssamari en
karlmenn: „Það er alkunnugt og viðurkent í öllum bókum, sem um sálar-
far manna ræða, og það er mjög skiljanlegt, vegna þess að kendirnar ráða
meiru hjá þeim en umhugsunin.“ Töluverðum skaða gat þetta þó valdið
að hans mati og hindrað almennar framfarir, það gat tekið „margar aldir
að lagfæra það, sem hægt væri að lagfæra á hálffi mínútu, ef rétt hugsun
réði ein.“64
Eins og ofangreindar umræður sýna er ljóst að á árunum 1911-1913
hafði umræðan um tengslin milli kvenleikans og hlutverks kvenna í þjóð-
félaginu fengið nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hún var nú orðin að
almennu umræðu- og ágreiningsefni sem menn tóku afstöðu til með fjöl-
breytilegum hætti. Alþingisumræðurnar sýna að það var viðurkennt þjóð-
félagslegt ágreiningsefni hvort þættir sem teljast til grunnforsendna póli-
tískrar þátttöku ættu við um konur en þingmenn komust oftlega að þeirri
niðurstöðu að svo væri ekki. Margir héldu að vísu ennþá fram stöðu
kvenna sem fullgildra einstaklinga, eða sögðu að þótt ýmsu væri ábótavant
hjá konum þá væri það engin hindrun fyrir því að gefa þeim full borgara-
réttindi. Þó má fullyrða að þriðju rökin hafi nú tekið að hljóta stöðugt
meiri útbreiðslu en þau voru að kynferði kvenna hindraði þær algerlega í
því að taka þátt í opinberu lífí og að kröfur þar að lútandi stríddu gegn
62 Alþmgistíðindi 1911 B II, d. 884.
63 Sjá Alþingistíðindi 1911 B II, d. 884 og 933-934.
64 Alþingistíðindi 1913 C, d. 1581-1582.
54