Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 69
ISLAND A LEIÐ TIL LYÐRÆÐIS
Eftir 1874 fara nýir menn að koma ffam á pólitíska sjónarsviðið
hjá okkur. Þeir tilheyra nýrri tíma. Það eru ungu mennirnir frá
1870 sem búa að þeim víðtæku áhrifum sem stjórnarskrárbar-
áttan og allt sem henni fylgdi hafði á okkur unga fólkið á þeim
árum. Við vorum svo hamingjusöm að lifa þá miklu hrifhingu
sem gekk yfir landið eins og heitur straumur á árunum efdr
1000 ára hátíðina. Islenska þjóðin var að kasta af sér andlegum
fjötrum, hún var að byrja að læra að hugsa frjálst og sjálfstætt.11
Einn af hinni kynslóð forystumanna var Jón Olafsson (f. 1850), blaðamað-
ur og alþingismaður. Arið 1880 gaf hann út bókina Jafnrœði og þekking.
Nokkur stjórnfræðileg undirstöðu-atriði um réttan grundvöll sjálfstjómar. A
titilsíðu var verkið auðkennt sem „Stjómffæðilegt smárit. I.“ Verður það
að teljast fyrsta verk á íslensku í þeirri fræðigrein sem víðast er nefnd
stjómmálaffæði. I ritinu ræddi Jón ítarlega um kosningarétt, m.a. hvaða
reglur giltu hér á landi, hvemig kjósendur nýttu sér kosningaréttinn og
hvaða breytingar væri rétt að gera til þess að tryggja bæði lýðræði og hag-
kvæmni við stjóm landsins. A þessum tíma var kosningaréttur og kjör-
gengi bundið við karlmenn, sem áttu eignir og/eða greiddu opinber gjöld.
Eirrnig skyldu bændur hafa grasnyt til að njóta þessara réttinda. Embætt-
ismenn höfðu bæði kosningarétt og kjörgengi. Jón taldi slíkt ekki standast
þtd hæfileiki manna til kosningar og kjörgengis færi hvorki eftdr búsetu,
stöðu né grasnyt. Nær væri að binda réttinn við aldur og setja skilyrði um
óflekkað mannorð og að hafa eigi þegið sveitarstyrk. Einnig mætti huga
að þ ví að þeir menn sem væru öðrum háðir sem hjú hefðu ekki kosninga-
rétt.12 Ennfremur mótmælti Jón Olafsson harðlega að konungur, eða í
raun landshöfðinginn, skyldi einn og sér kjósa sex þingmenn: „Vér getum
nú eigi viðrkent, að það geti samrýmzt við sjálfstjórnarhugmyndina, að
þjóðþingið sé setið öðmm en fulltrúum þjóðarinnar. Hitt er ekki annað en
einveldisleifar.“13
Röksemdir Jóns vora byggðar á þeirri grundvallarforsendu frjálslyndis-
stefnunnar að réttur allra frjálsra manna væri sá hinn sami, kvenna jafnt
sem karla. Takmarkanir á réttindum yrðu því að vera almennar. Hins veg-
11 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 18-19.
12 Jón Olafsson, Jafnraði og þekking. Nokkar stjómfrceðileg undir-stöðuatriði um rétt-
an grundvöll sjálfstjómar, Eskifjörður: „Skuldar“-prentsmiðja, 1880, bls. 18-19.
13 Sama rit, bls. 19
67