Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 84
SVANUR KRISTJANSSON
armenn greiddu atkvæði með tillögu Jóns en þingmenn Sjálfstæðisflokks
voru á móti. Markverðar undantekningar var samt að finna. Tveir Heima-
stjómarþingmenn, þeir Hannes Hafstein og Einar Jónsson, voru andvígir
tillögunni og fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði með
skertum atkvæðisrétti ktænna, þeir Benedikt Sveinsson, Jón Jónsson á
Hvanná, Jón Þorkelsson ogMagnús Blöndahl.
Að mínu mati em nokkrar skýringar á afstöðu fjórmenninganna í Sjálf-
stæðisflokknum. JónJónsson á Hvanná fylgdi gjarnan afstöðu alnafna síns
í Múla en þeir tveir vora andstæðingar áfengisbanns, eins og reyndar þeir
Benedikt Sveinsson og Jón Þorkelsson. Þeir Benedikt Sveinsson, Magnús
Blöndahl og Jón Þorkelsson vora allir nátengdir bæjarstjórnmálum og
flokkadráttum í Reykjavík. Jón og Magnús vora þingmenn ReykjaHkur en
Benedikt var búsettur í Reykjavík og tók virkan þátt í bæjarmálapólitík-
inni. Framboð sjálfstæðismanna hafði hlotið slæma kosningu í bæjar-
stjórnarkosningum í Reykjavík í ársbyrjun 1908 þegar sérstakt kvenna-
framboð fékk flest atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa kjörna. Blað
sjálfstæðismanna taldi að fylgi kvennaframboðsins hefði komið úr röðum
kvenna sem ekki studdu Heimastjórnarflokkinn en heimastjórnarkonur
haldið tryggð við sinn flokk.67 Forystumenn Heimastjórnarflokksins í
Reykjavík fögnuðu hins vegar árangri kvenna í kosningunum. Klemens
Jónsson, sem var efstur á hsta flokksins í kosningunum, skrifaði fréttaskýr-
ingu um kosningaúrslitin í Lögijettu. Hann fór lofsamlegum orðum um
kvennaframboðið og sagði kosninguna hafa verið konum til „stórsóma“.68
I blaði Jóns Olafssonar, Reykjavík, birtist sérstök grein þar sem kt'enfull-
trúarnir í bæjarstjórninni vora boðnir velkomnir. „Þær bára bæði greind,
giftu og þrek til að sameina sig um 1 lista og þær stóðu fast um hann.“69
Heimastjórnarmenn fögnuðu konunum í bæjarstjórn Reykjavíkur en
ýmsir forystumenn Sjálfstæðisflokksins í bænum virmst skynja konur sem
keppinauta fremur en bandamenn í stjórnmálum. Allt annað gilti á lands-
vísu, þar sem sameiginleg afstaða til bindindis og eindreginn stuðningur
við áfengisbann skapaði mikinn samhljóm milli ktænnahreyfinga og þorra
þingmanna Sjálfstæðisflokks.'0
67 ísafold, 25. janúar 1908.
68 Lögijetta, 12. febrúar 1908.
69 Reykjavík, 28. janúar 1908.
70 Sbr. Svanur Kristjánsson, „Island á leið til lýðræðis: Afengislöggjöfin 1887-1909“,
Saga XLIV: 2/2006, bls. 51-89, einkum bls. 56-57, 72-73, 75, 84-88.
82