Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 215
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
rannsóknum: þær ólíku þjóðir sem hlut eiga að máli og tímaröð atburða.
Hvað átti sér stað á Islandi árið 1820, hvað gerðistí Slóveníu 1850? Hvort
var á undan hvar? Er hægt að sjá hvort ákveðin viðfangsefni hafi verið al-
gengari í þjóðríkjum sem fest höfðu sig í sessi, eins og Danmörku, og önn-
ur í menningu minnihlutahópa á jaðarsvæðum, eins og í Eistlandi? Hvaða
hugmyndir og hvers konar framtakssemi dreifðist hvert, í gegnum hvaða
net og í hvaða tímaröð?
Niöurlag
Menningarleg þjóðernisstefha er alþjóðleg hreyfing, ekki aðeins menn-
ingarleg aukaafurð pólitískra þjóðemishreyfinga. Hún er jafn alþjóðleg og
rómantíkin, hugmyndir og framtakssemi í einu landi em tekin upp, líkt
eftir þeim eða þær notaðar annars staðar í hringiðu vitsmunalegra við-
skipta yfir landamæri. Gerendumir sem fluttu hana létu sig ekki aðeins
varða eitt þjóðerni eða eina menningarlega hefð á kostnað allra annarra,
heldur höfðu áhuga á texta- og flokkunarfræði þölbreytilegs menningar-
landslags Evrópu, sem fól í sér endurmat á stöðu og gildi ýmissa ólíkra
heima alþýðumenningar. A sama tíma létu þeir orðræðu, mælskufræði og
hugrænt sniðmát sem varðaði rætur þjóða þeirra, sérstöðu og sjálfstæða
menningarlega stöðu, í arf til pólitískra samferðamanna sinna.
„Ræktun menningar“ skilgreinir og afmarkar útlínur menningarlegra
hefða í fjölbreyttu evrópsku landslagi á grundvelli þjóðernis; hún um-
breytir þeim frá óformlegum venjum alþýðunnar í stakar einingar í form-
gerðarkerfi Evrópu sem álitin er samanstanda af afmörkuðum þjóðum.
Alenningarleg þjóðernisstefha er miðlæg að þessu leyti, grundvallandi og
varanleg hhð á þjóðernisstefnu í Evrópu síðustu tvær aldir. I henni felast
sjálfstæð viðfangsefni og markmið sem ætti ekki að líta einungis á sem
hliðarumræðu á jaðri pólitískrar þjóðemisstefhu. Samhliða því að þróun
hennar í tíma er tengd þekktum þáttum í uppbyggingu þjóða og mótun
ríkja (svo sem vaxandi borgaralegi félagsvirkni, útbreiðslu læsis og prent-
miðlunar og miðstýringu háskóla, bókasafha og annarra menntastofn-
anna) fylgir hún einnig sinni eigin atburðarás og dýnamík sem eru undir
áhrifum frá hugmyndalegum þáttum svo sem uppgangi textaffæða og
bókmenntasögu.
Menningarleg þjóðernisstefha er auk þess ekki eins bundin við land-
svæði og félagslegar hreyfingar og pólitískar kröfur þeirra. Hún minnir
okkur á að „þýsk þjóðernisstefna11 eða „grísk þjóðemisstefna“ samsvarar
2I3