Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 142
RÓBERT H. HARALDSSON
ingarfrelsi eða akademískt frelsi. Rorty bendir t.d. á að sannleikurinn sem
slíkiir skipti ekki máli heldur einungis réttur okkar til að tjá sannfæringu
okkar hver svo sem hún er og sannfæra aðra.18 Annað gildi sem sagt er að
leynist á bak tdð sannleiksleit fræðimanna er löngun til að ná tökum á
einstökmn viðfangsefnum, öðlast upplýsingar um eitthvert tiltekið ehii
sem auðveldar okkur að skipuleggja hf okkar. En sannleikurinn sem slíkur
sé ekki efdrsóknarverður. Þeir sem halda að svo sé setja, að dómi Rortys,
Sannleikann (með stóni essi) í tómarúmið sem Guð skildi efrir sig þegar
hann dró sig í hlé eða dó. Rorty er í mun að sýna frarn á að við skuldum
sannleikanum sem shkum enga virðingu. I stað virðingar fyrir sannleik-
anum, eða veruleikanum, setur Rorty vfrðingu frrir öðrum mönnum; í
stað hlutlægs sannleika, samstöðu með öðrum mönnum. Jane Heal fer
aðra leið til að sýna fram á fánýti sannleikans og bendir á að sannleikur sé
eiginleiki yrðinga eða dóma. „Mjódd er í neðra Breiðholti“ er t.d. sönn
fullyrðing en hún hefur ekkert gildi sem slík. Annars gæti ég einfaldlega
aukið gæðin í heiminum með því að endurtaka í sífellu þessa söimu
yrðingu. Slíkt Hrðist fjarstæðukennt.
Cora Diamond hefur gagnrýnt afstöðu Rortys og Heal í greinimú
„Truth: Defenders, Debunkers, Despisers".19 Hér gefst ekki tækifæri á að
endursegja þá gagnrýni í smáatriðum en vert er að vekja athygli á nokkr-
um þáttum úr málflutningi Diamond gegn hugmyndum Rort)rs og Heal
um fánýti sannleikans. Eitt af því sem Diamond bendir á er að við verðum
að skoða raunverulegt samhengi saimleiksleitandans þegar tið metum
gildi sannleikans og leggjum okkur efdr að skilja yfiMýsingar hans sjálfs
um vægi sannleikans. Rorty og Heal beina athyglinni að einni tiltekinni
notkun á orðinu „sannur" - hjá Heal er orðið „sannur" notað sem umsögn
um yrðingar, dóma og yrðanlegt inntak dóma - og samkvæmt þeirri notk-
un eða merkingu virðist sannleikurinn sem slíkur ekki hafa neitt gildi. Að
dómi Diamond setja bæði Rorty og Heal frarn ákveðna (heimspekilega)
kröfu um hvað „sannur“ merki og hljóti að merkja og í ljósi þeirrar kröfu
fnllyrða þau að sannleikurinn sem slíkur geti ekki haft gildi. Diamond ber
afstöðu Heal og Rortys saman við afstöðu sannleiksleitenda sem lýsa
18 Sjá Richard Rorty, „Response to James Conant“. Robert B. Brandom (ritstj.),
Roity and His Critics, Oxford: Blackwell Publishers, 2000, bls. 342-50.
19 Cora Diamond, „Truth: Defenders, Debunkers, Despisers". Commitment in Re-
flectioiv. Essays in Literature and Moral Philosophy, ritstj. Leona Toker. Hamden:
Garland, 1993, bls. 195-221.
140