Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 212
JOEP LEERSSEN
niinjasafna og endurreisn fomra bygginga í upprunalegt horf. í tón-
listarmenningu koma fram skólar í „þjóðlegum tónsmíðum“ - sem
merkir tvennt: (a) að tónlistin sé auðkennandi fyrir þjóðina, á þann
veg að þjóðin sker sig fyrir tilstilli hennar úr meðal annarra, og (b)
að hún noti í þeim tilgangi stef alþýðlegrar tónhstarhefðar sem ekki
telst klassísk (þjóðlaga og þjóðdansa). „Sveitaraunsæissögur11 taka
við þegar sögulegar skáldsögur rómantíkurinnar hafa runnið sitt
skeið og greinin er innblásin af Kfsstíl smábændastéttar sem ein-
kennist af sérkennum tiltekins staðar og þjóðsögmn hans. Hefð-
bundnar íþróttir og tómstundir og jafnvel þjóðbúningar eru endur-
vaktir í félögum og samtökum.
3. I þriðja lagi má nota þjóðmenninguna sem þannig hefur verið
bjargað og komið í varðveislu til að breiða út áróður: notast tdð
hana til að baða almennan vettvang tilfinningu um sameiginlega
sjálfsmynd þjóðar. Þjóðtungan er kennd, notuð í eða miðlað með
uppfræðslu. Þjóðarsaga verður að námsfagi rétt eins og bókinenntir
þjóðarinnar. Hátíðarsýningar, sérstakar athafhir, sögulegir minnis-
varðar og þjóðargrafreitir sýna hversu rótgróin þjóðin er og stað-
festa hana í núinu. Sögulegur stíll í byggingarlist (ný-gotneskur eða
annar) er notaður og nýjar götnr fá nöih með tilvístmum í fortíð
þjóðarinnar. Hátíðir, verðlaunaafhendingar og aðrar opinberar uppá-
komur sem fela í sér tungumálaleg, bókmenntaleg, söguleg eða
þjóðfræðaleg markmið eru haldnar.
Þetta gefur fjölþætta hugmynd um hvernig þjóðemisstefha getur staðsett
mismunandi þætti menningar og hliðar af ræktun hennar. Ef þessum
tveimur víddum, „menningu“ og „ræktun“, er sttíllt upp hlið við hlið í fylki
tekur „ræktun menningar“ á sig þá mynd sem sýnd er í töflu 1.
Til að laga þetta líkan að þeim gögnum sem tiltæk eru, hafa tveir aðrir
flokkar verið skilgreindir. Þeir eru ekki btmdnir tiltekmni starfsemi/s\dði
sem hér eru sett fram, heldur virka frekar sem rammi til að auðvelda fyrir.
Annar er félagslegt umhverfi (opinber skipulagning menningarlegrar
starfsemi) og hinn er stofhunarkerfið sem nútímaríkið hefur skapað. Ann-
ar er „neðan frá og upp“ og felur í sér borgaralega félagsvirkni (e. urban
sociability) sem kemur fram meðal fagmenntaðra stétta og millistéttar og
getur af sér stofhun samtaka, akademía, lesstofa, lestrarfélaga og -klúbba,
og stofhun dagblaða og tímarita. Hinn er „ofan ffá og niður“: honum er
210