Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 103
UM FRÆÐILEG TÆKI OG TÓL í SAGNFRÆÐI
mgnr sem ædar einungis að styðjast við heilbrigða skynsemi tekur ekki
sjálfstætt ákvarðanir um efnistök. Hann er undir áhrifum. Hann lætur
samfélagið segja sér fyrir verkum, hvort heldur það er samfélag sagnfræð-
inga, þjóðfélagið sem heild eða alþjóðavætt heimssamfélag sem bundið er
saman af fjölmiðlum eða verkkaupa. Sagnfræðingar eru, eins og Halldór
Bjarnason bendir á, „að sjálfsögðu böm síns tíma og þá um leið dæmi þess
hve erfitt er að komast undan gildismati síns eigin samfélags og hversu
erfitt er að ætla að standa utan við það, jafnvel í fræðimennsku“.33 Það er
þó einmitt sú krafa sem verður að gera til fræðimanna og jafnvel helstu
rökin fyrir þjóðfélagslegu gildi fræðistarfa. Þótt þeir geti ekki svifið burt
úr eigin samfélagi þá geta þeir reynt, og eiga, að ímynda sér á ýmsa vegu
annars konar samfélög og hugsunarhátt þeirra.
Sagnfræðingar sem forðast kenningalega hugsun eins og heitan eldinn,
hkt og íslenskir sagnfræðingar löngum, hyggjast vera ævinlega jarðbundn-
ir og það léttir þeim starfið upp að einhverju marki. Verkið sem vinna þarf
blasir við frá fyrstu stundu, ekki vegna þess að svo sé heldur vegna þess að
væntingar samfélagsins eru skýrar. Rannsóknarspumingarnar virðast sjálf-
gefnar vegna þess að þær hafa mótast í orðræðu annarra, þær em orðnar
að sjálfgefnum tuggum.34 Jafnframt er ekki fjallað um það sem ekki er
hluti af viðtekinni formgerð sögulegrar orðræðu, þöggunin er stöðug og
hávær og þannig er viðhaldið gegndarlausu þekkingarlegu ofbeldi.35
Er kenningalaus sagnfraði möguleg?
Það hefur ótvíræða kosti að notast með meðvituðum hætti við kenningar
og rökfærslustíla til að túlka fortíðina á grundvelli gagna, fyrri rannsókna
og hugmyndaflugs. Annars geta menn lent í því að dæma sig frá samræðu
við aðra sagnfræðinga eða að láta stjórnast óhóflega af fordómum og sam-
tímaklisjum við val á rannsóknarspumingum og glata þannig fræðilegu
sjálffæði.
33 Halldór Bjamason, „Yfirlitsritin: A-Iilli endurfferðar og afbyggingar“, Saga, 42:1
(2004), bls. 147-157 (bls. 155).
34 Jöm Riisen kallar þetta „hefðbundna merkingarmyndun", orðræðu sem „skapar
samkomulag um það sem fyrir er og gerir það að svo sjálfsögðum hlut að varla
þarf að tala um það“, sjá Lifandi sögn, bls. 38-39.
35 Um hugtakið „þekkingarlegt ofbeldi" sjá Olaf Rastrick, ,Af (ó)pólitískri sagn-
fræði“, Saga, 42:1 (2004), 171-175.
IOI