Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 75
ISLAND A LEIÐ TIL LYÐRÆÐIS
sem auðsjáanlega myndi ekki ná fram að ganga. Þjóðin væri tilbúin að
veita konum kosningarétt, en um kjörgengið gegndi öðru máli. Fyrir því
yrði fyrst að berjast á öðrum vettvangi, í blöðum og bókum og í ræðum á
fundum úti um allt land.30
Tillaga Jóns Olafssonar og fleiri þingmanna um kosningarétt kvenna
fékk góðar viðtökur í deildinni, helst virtist sem einhverjir þingmenn \dldu
ganga lengra og veita konum einnig kjörgengi. Frumvarp Jóns Ólafssonar
var samþykkt samhljóða og sent til efri deildar. Þar fékk það hins vegar
heldur óbhðar móttökur. Tónninn í efri deild var sleginn þegar í fyrstu
ræðunni sem Asgeir Einarsson, þingmaður Strandamanna, flutti. Hann
kvaðst aldrei hafa séð frumvarp sem hefði verið sér jafn óskiljanlegt og
þetta.31 Hér væri gengið lengra en meðal Englendinga, sem þó væru
komnir lengra í frelsinu en við. Hann rak ekki minni til að hafa séð neina
bænaskrá þar sem beðið væri um þetta. (Rétt er að hafa í huga að kosn-
ingaréttur var á þessum tíma mjög takmarkaður. Þannig var Asgeir kjör-
inn með 30 atkvæðum í þingkosningum 1880 en Bjöm Jónsson hlaut 12
atkvæði. A kjörskrá vora 155.33 Rýmkun kosningaréttar og kjörgengis gat
því hæglega teflt endurkjöri kjörinna fulltrúa í fullkomna óvissu).
Sighvatur Amason lagði til að efri deild samþykkti upphaflegt frurn-
varp Þorláks Guðmundssonar um kosningarétt fyrir ekkjur og aðrar ógift-
ar konur, sem stæðu fyrir búi, eða á einhvern hátt ættu með sig sjálfar.
Ekki hefði verið beðið um rýmri kosningarétt og fólk myndi ekki nota rétt
sem það hefði ekki beðið um. Kæmu slíkar beiðnir fram ffá fólkinu í land-
inu þá myndi ekki verða fyrirstaða af þingsins hálfu.33
Svo fór að efri deild samþykkti eimóma sams konar frumvarp og Þor-
lákur Guðmundsson hafði lagt fram en hafnaði fiumvarpinu sem neðri
deild hafði samþykkt. Aftur kom því til kasta neðri deildar. Þar tók Þorlák-
ur einn til máls. Hann benti á það ósamræmi sem kæmi fram í afgreiðslu
efri deildar, sem hefði takmarkað réttindi kvenna og annarra sem gjalda til
sveitar, en hefði þó veitt konum meiri réttindi í ffumvarpinu um bæjar-
stjóm á Akureyri. Kvaðst hann þó vona að deildin samþykkti frumvarp-
30 Sama rit, bls. 402.
31 Sama rit, bls. 405-06.
32 Sbr. Eggert Þór Bemharðsson, ,Alþingismerm og úrslit þingkosninga á lands-
höfðingjatímanum - Kosningahandbók fyrir árin 1874—1904“. Handrit, án ártals.
Bls. 30.
33 Alþingistíðindi B (1881), bls. 406.
73