Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 194
JOEP LEERSSEN
Hingað til hafa rannsóknir á þjóðemisstefhu ekki farið efrir neinni
skýrri nálgun þegar tekist er á við menningarlega vídd þjóðemisstefnu.
Eldri rannsóknir (verk Hans Kohns og Isaiah Berlins vekja sérlega aðdá-
un) nálguðust þjóðernishyggju sem efhisatriði í hugmjmdasögu Evrópu
og lögðu áherslu á textana, hugsuðina, mælskufræðina og sjónarmiðin
sem komu þjóðernisstefhu í umferð og sem bám þjóðina „skýrt fram“ sem
miðju pólitískrar hollusm. Enda þótt slíkir fræðimenn hafi kortlagt orð-
ræðu þjóðemiskenndar af mikilli þekkingu og skarpsk}'’ggni, hafa grein-
ingar þeirra og formgerðarflokkanir sætt gagnrýni. Oft og tíðum virtust
þær hrærast í upphöfnu andrúmslofri úmalshugsuða og rithöfunda og
tengslin við fjöldahrejtfinguna sem þjóðemishyggja átti efrir að móta vom
ekki greinileg.
Aherslan færðist frá hugmyndalegri greiningu að félagslegri og póli-
tískri greiningu með rannsóknum Elies Kedouries og Ernests Gellners.
Hlutverk þjóðemishreyfinga í myndun nútímaríkja komst í brennidepil
sem og greining á því stigi þjóðfélagsþróunar sem gæti stuðlað að upp-
gangi þjóðernishreyfinga. Fræg „stríð módernisma“ juku á þetta.4 5 Gellner
hafði staðið í ströngu við að færa rök fyrir því að halda ætti fræðilegri
greiningu á þjóðernisstefhu þarri kreddum og kenningum þjóðemissinna
(sérstaklega trúnni á ósögulega, skilyrðislausa og fyrirframgefha rilvist
þjóðernis). Hann lagði þess vegna áherslu á rofið milli hinnar nýlegu (nítj-
ándu aldar) tilkomu þjóðernisstefnu sem undirliggjandi hugmyndafræði
og ffumtilvistar „þjóðarinnar“ sem þessi hugmyndaffæði skírskotaði til,
lýsti yfir og fann að öllum líkindum í sumum tilfellum upp. Fyrir Gellner
vísaði „menning“ aðallega til mælskufræðilegra skotfæra þjóðemissinn-
aðra aðgerðasinna. Þjóðernisstefna sem hugmyndafræði var skýrð með
hliðsjón af nútímavæðingarferlum, svo sem aðlærðri menntun (e. exo-ed-
ucation) og félagshagfræðilegum vaxtarkvarða; menningarleg skírskotun
hennar var tekin út úr greiningunni og fjallað um hana á grundvelli al-
mennra formúla eins og „rúritanískri" andspænis ,,megalómanískri“.;’
4 Hægt er gera sér grein fyrir þeim fjölmörgu umræðum sem eru í gangi hjá: Ant-
hony D. Smith, Theories of Nationalism, New York: Harper & Row, 1971; Paul
Lawrence, Nationalism: History and Theory, London: Pearson, 2005, en einnig í
The State ofthe Nation: Ernest Gellner and the Theory ofNationalism, ritstj. John A.
Hall, Cambridge: Cambridge Universit}7 Press, 1998 og í sérstöku tölublaði
Nations and Nationalism (History and National Destiny: Ethnosymbolistn and its Crit-
ics, ritstj. Montserrat Guibernau, og John Hutchinson, Oxford: Blackwell, 2004).
5 Ernest Gellner, Nations andNationalisms, Oxford: Blackwell, 1983.
192