Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 185
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
Adorno óþolinmæðina gagnvart því að gagnrýna hugsun skorti nýja fram-
tíðaráætlun við „kvíða“. Við gætum í anda Jacques Lacan sagt að þetta sé
kvíði sem gegnir hlutverki hindrunar gagnvart þrá eða hlutverki varnar
gegn henni. Raunar vil ég, ásamt Wendy Brown og Janet Halley, sem hafa
skrifað sannfærandi inngang að ritgerðasaíninu Left Legalism/Left Crit-
iqne, halda því fram að þrá fjörgi gagnrýni og gefi þannig af sér ánægju.
Það er þó ekki ánægja sem þægindi eða huggun, eða „hughreysting“ eins
og Elizabeth Weed orðar það; heldur er þarna á ferð „áfall hins nýja“,
ruglandi áhrif nýs sjónarhorns, spennan sem felst í því að hugsa lengra en
staðfestar markalínur segja til um.65 Brown og Halley skrifa að „iðkun
gagnrýni geti verið takmarka- eða endalaus.“66 Sem slík „áræðir hún að
opna nýja hætti hugsunar og pólitískra möguleika og getur hugsanlega
einnig boðið heim gífurlegri ánægju, pólitískri, andlegri og siðfræði-
legri.“67 Skilgreining þeirra á gagnrýni beitir tungumáli þrárinnar: hún er
„tendrandi blær“ og kallar fram „sæluvímu“. Sóknin eftir þessari „ánægju
er í sjálfu sér mikilvæg uppspretta póhtísks eldmóðs.“68
Brown og Halley eru ekki þær fýrstu sem líkja gagnrýni við þrá, raun-
ar bergmálar sú skilgreining í skrifum þeirra heimspekinga sem ég hef
fjallað um hér. Sumir þeirra líta á gagnrýni sem afleiðingu þrár, aðrir
leggja þetta tvennt að jöfhu. I báðum tilvikum skýra þau flóknu tengsl sem
dregin eru milli þrár og gagnrýni annars vegar þá staðreynd að hlutleysi er
ómögulegt og hins vegar tengsl gagnrýninnar við hættu og sundrung.
Ástríður eiga sér að sjálfsögðu flókna sifjafræði sem Albert Hirschman
lýsti í smáatriðum í klassísku verki sínu, The Passions and the Interests.69
Hvorki er hægt að sjá fyrir þá „ástríðu“ sem nútíminn hefur áhyggjur af né
loka hana inni. Þegar Derrida vísar okkur aftur til Frumspeki Aristótelesar
65 Elizabeth Weed, „Luce Irigaray and the Waning of Critique", erindi flutt við
setningarráðstefhu Hugvísindadeildar háskólans í Buffalo, 28.-29. október 2005.
Væntanlegt í safnriti fyrirlestra af ráðstefhunni.
66 Wendy Brown og Janet Halley (ritstj.), Left Legalism/Left Critique, Durham, NC:
Duke University Press, 2002, bls. 26. Sjá einnig Wendy Brown, „Untimeliness
and Punctuality: Critical Theory in Dark Times“, Edgework: Critical Essays on
Kncrwledge and Politics, Princeton: Princeton University Press, 2005, bls. 1-16.
67 Sama rit, bls. 29.
68 Sama rit, bls. 32.
69 Albert O. Hirschman, The Passions and the Interests: Political Arguments for Capi-
talism before its Triumph, Princeton: Princeton University Press, 1977.
183