Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 83
ISLAND A LEIÐ TIL LYÐRÆÐIS
um þennan rétt jafnt karlmönnum þegar í stað, af því að þær eru margar
hverjar svo lítt búnar undir hluttöku í landsmálum og þykir æskilegast, að
rétturinn verði veittur smásaman, efdr aldurflokkum.“60 Foringi hins nýja
þingmeirihluta, Bjöm Jónsson, snerist af hörku gegn þeirri hugmynd að
konur fengju minni rétt en karlar og ítrekaði stuðning sinn við kvenfrelsi.
Alþingi ætti ffekar að ítreka fyrri stefhu um jafhan rétt karla og k\ænna í
kosningum og ætti að halda áfram á þeirri braut að veita konum meiri
réttindi en annars staðar þekktdst í Evrópu.61 Af hálfu ráðherrans varð fátt
um vamir. Kvað hann þó hugmyndina um skertan kosningarétt kvenna
vegna aldurs ekki fasta í hendi ef þingið vildi ganga lengra.62 Jón Olafsson,
flokksbróðir og náirrn samstarfmaður Hannesar Hafstein, ítrekaði ffjáls-
lynd Hðhorf sín og kvaðst alla tíð hafa verið þeirrar skoðunar að hver vera
í mannsmynd ætti heimtingu á þessum mannlega rétti, og taldi sjálfsagt að
þessu yrði breytt innan fárra ára.63
Fmmvarpi ráðherrans var vísað ffá og ákveðið var að samið skyldi nýtt
ffumvarp og það lagt fjuir næsta þing. Lögð var ffam í neðri deild þings-
ályktunartillaga um þau meginatriði sem skyldu höfð að leiðarljósi í nýju
frumvarpi. Þar var m.a. kveðið á um jafhan kosningarétt karla og kvenna.
Þessi þingsályktun var samþykkt í neðri deild með 22 samhljóða atkvæð-
um.64 I neðri deild sátu 28 þjóðkjömir þingmenn, þar af allir sjö þjóð-
kjörnir þingmenn Heimastjómarflokksins. Þeir sátu flestir hjá í atkvæða-
greiðslunni, en þó ekki vegna ágreinings um kosningarétt kvenna.
Þingmenn beggja flokka höfðu sameinast um að ítreka stuðning Alþingis
við frjálslynda stefiiu og kvenffelsi.
Alþingi kom næst saman snemma árs 1911. Þar dró heldur betur til
tíðinda. JónJónsson íMúla, þingmaður Heimastjómarflokksins úr Suður-
A'Iúlasýslu, flutti tillögu um að kosningaréttur kvenna yrði bundinn við 40
ár og lækkaði síðan um eitt ár á hverju ári þar til kosningaréttur allra kjós-
enda væri hinn sami, þ.e. 25 ár.65 I neðri deild var þessi tillaga felld; tíu
þingmenn vom fylgjandi en 14 á móti.66 Þegar á heildina er litið fór at-
k\ræðagreiðslan eftir skipan þingmanna í stjórnmálaflokka. Heimastjóm-
60 Alþivgistíðindi A (1909), bls. 19215 (þjsk. 17).
61 Alþingistíðindi B II (1909), d. 1438.
62 Sama rit, d. 1436.
65 Sama rit, d. 1439.
64 Sama rit, d. 1459.
65 Alþingistíðindi A (1911) (breytmgartillaga 2 64), bls. 462.
66 Alþingistíðindi B II (1911), d. 1019.
81