Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 195
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
Skoðun Hobsbawms var einnig sú að menning væri einungis hliðarafurð
breiðari félagslegrar þróunar og hugmyndalegt verkfæri sem mótað var í
pólitískum tilgangi.6
Frekar en að deila um uppgang hugmyndafræðinnar á nítjándu öld
voru þeir fræðimenn sem hugnaðist ekki módernismi í anda Gellners7
ósammála um frávísun „þjóðar“ sem fyrir- og undirliggjandi. Menningar-
legu stefnumiði þjóðemisstefnu nítjándu aldar er í nálgun þeirra ýtt til
hhðar af ríkjandi umræðu sem felur í sér ágreining um menningarlega til-
veru þjóðarinnar. Þar af leiðandi virðast menningarleg málefni þjóðemis-
stefau á nítjándu öld ekki vera sérlega mikilvæg, hvorki fyrir módernista
né andstæðinga þeirra. I augum módemista er menningarleg mælskulist
þjóðemissinna réttlætandi verkfæri, eða nokkurs konar ópóbtísk afleiðing,
fyrir andstæðinga módemista endurspeglar hún eingöngu endurtekna
staðfestingu á fyrirliggjandi staðreyndum. Þeir sem hlut eiga að máli vilja
oft staðsetja „menningu“ utan við hugmyndafræði þjóðernisstefnunnar
frekar en að skilgreina hana sem hluta þjóðernishyggjunnar og mikilvægt
atriði innan hennar. Þess í stað var menning skilgreind sem almennt ytra
umhverfi sem var kahað fram eða hafði áhrif.
Þetta vandamál má ennþá sjá í byltingarkenndri rannsókn Johns Hut-
chinsons, The Dynamics ofCultural Nationalism.8 Þar er lögð áhersla á að-
gerðastefnu á menningarsviðinu og hún er með réttu álitin eitt af þeim
verkum sem skara fram úr á sviði rannsókna á þjóðemisstefhu. Ut frá inn-
gangi Hutchinsons má gera sér grein fyrir þeim fyrirheitum sem fólgin
em í nálguninni. Þar birtist breið yfirUtsmynd af Evrópu þar sem Irland er
sett í víðara samhengi ósamstæðra menningarstrauma en þetta er ein al-
besta úfiínumyndin yfir viðfangsefni menningarlegrar þjóðernisstefnu fram
að þessu. En þótt menningarleg þjóðemisstefna sé skilgreind á þematísk-
an hátt og samkvæmt formgerðarflokkun sem eitt helsta umfjöhunarefhi
bókarinnar, era „öflin sem em að verki í menningarlegri þjóðernisstefhu“
6 Eric J. Hobsbawm, Nations and Nationalism since 1780: Programme, Myth, Reality,
Cambridge: Cambridge University Press, 1990.
Sjá tdl dæmis: John A. Armstrong, Nations before Nationalism, Chapel Hill, NC:
University of North Carolina Press, 1982; Adrian Hastings, The Constniction of
Nationhood: Ethnicity, Religion and Nationalism, Cambridge: Cambridge University
Press, 1997.
8 John Hutchinson, The Dynamics of Cultural Nationalism: The Gaelic Revival and the
Creation of the Irish Nation State, London: Allen & Unwin, 1987.
!93