Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 6
GAUTI KRISTMANNSSON OG BJORN ÞORSTEINSSON
kvenréttiiidi, aðferðafræði og fleiri slík viðfangsefni. Auk þess er mynda-
þáttur heftisins helgaður því hvemig fólk setti sig á svið fyrir ljósmyndara
á fyrri tíð. Að vissu leytd má segja að sú umræða sem fram fer á síðum Rits-
ins að þessu sinni snúist ekki aðeins um sagnfræði, heldur einnig grund-
velli hennar, fræðilega og félagslega, þótt einnig séu hér greinar sem snú-
ast um áþreifanleg viðfangsefni.
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir ríður á vaðið með grein um stórfellda
hagnýtingu klisjunnar í framsetningu íslenskrar sögu með ríkisstynktum
sýningum víða um land. Gagnrýni Onnu beinist að þtn að yfirvöld séu í
raun að breyta sögunni og sjálfsmyndinni í það sem kaflað er á erlendum
málum Kitsch og á fremur heima í minjagripasjoppum en á sýningum sem
styrktar eru af almannafé í nafni menningartengdrar ferðaþjónustu.
Næsm tvær greinar nálgast eitt tímabil sögunnar frá mismunandi sjón-
arhornum. Sigríður Matthíasdóttir skoðar hvernig hugmymdir, sumir
segðu kenningar, manna um „kvenleika“ og „eðli“ kvenna breyttust íyTÍr
og eftir aldamótin síðusm og má kannski segja að þar hafi kenningamar
um frelsi kvenna sem einstaklinga rekist á hversdagslegan veruleika karl-
manna þannig að sumir sem áður studdu aukin mannréttindi þeirra í orði
hafi, þegar til átti að taka, svikið hann á borði. Svanur Kristjánsson rekur
þessa sögu andspænis hinum pólitíska bakgrunni og tengir sinnaskipti
karlanna við óttann um að missa völdin.
Þrjár næstu greinar snúa að að því sem kalla mætti tilvistarvanda sagn-
fræðinnar sem fræðigreinar, eða þeim deilum undanfarinna áratuga sem
snúist hafa um grundvöll hermar. Sverrir Jakobsson tekst á við þá spurn-
ingu hvort og hvemig sagnfræði sé mörkuð af fyrirframgefnu fræðilegu
viðhorfi eða „kenningum“. Sverrir dregur athyglisverðar hliðstæður milli
aðferðafræði sagnfræðinga og raunvísindamanna og færir rök fyrir því að
nýlegar hugmyndir í vísindaheimspeki um rökfærslustíla eigi markvert er-
indi við sagnfræðinga. Guðmundur Jónsson skoðar einnig átökin milli
hinnar hefðbundnu, (raun)vísindalegu nálgunar sagnfræðinnar og þeirra
kenninga, gamalla og nýrra, sem dregið hafa þessa aðferðafræði í efa. Ef til
vill má segja að skoðanir Sverris og Guðmundar kallist á þó að þær komi
úr ólíkum hugmyndafræðilegum átmrn, en lesendum sé eftirlátið að kom-
ast að niðurstöðu um það. Róbert H. Haraldsson fer síðan vendilega yfir
sannleikshugtakið í sagnfræði frá heimspekilegu sjónarhorni og rökræðir
ýmsar þær kenningar sem sett hafa spurningamerki við föst sjónarhorn og
átrúnað á endanlegan sannleika sagnfræðilegra túlkana.
4