Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 26
ANNA ÞORBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
Niðurstaða útreikninganna er sú að í orði er fjármunum veitt til minja-
vörslu í samræmi við lög og á forsendum ffæðanna, en á borði hefur
pólitískt vald við úthlutun íjármagns verið aukið tdl muna. Að baki wðast
liggja hugmjmdir um uppbyggingu attdnnu á landsbyggðinni með sköpun
áfangastaða fyrir ferðamenn. Það er með ólíkindum að slíkt sé gert með
fjárveitingum á fjárlagahðum sem ætlaðir eru minjavörslu og í nafni
miðlunar menningararfs. Má líkja því við að fjárveitingar til Námsflokka
Reykjavíkur færu um sama fjárlagalið og fjárframlög til Háskólasjúkrahúss
með þeim rökum að báðir aðilar komi að kennslu og að menntun gagnist
atvdnnuhfinu.
Hér er á ferðinni gnmdvallarmisskilningur ráðamanna á hlumerki
minjavörslunnar og þörfum ferðaþjónustunnar. Þessa þróun má að miklu
leyti rekja tdl skýrslunnar Mmningartengd ferðaþjónusta sem kom út á
vegum samgönguráðuneytis árið 2001 og er almennt talin marka upphaf
menningartengdrar ferðaþjónustu.45
Menningararfur með strípur
Skýrslan Menningartengd ferðaþjónusta er rituð af Tómasi Inga Olrich,
þáverandi alþingismanni og formamú Ferðamálaráðs Islands, en er einnig
að hluta afrakstur Hnnu nefhdar um menningartengda ferðaþjónustu sem
Sturla Böðvarsson, þá samgönguráðherra, skipaði árið 1999.46 I skýrsl-
unni er ítarlega hugað að uppbyggingu og afmörkun menningartengdrar
ferðaþjónusm sem sérstakrar greinar ferðaþjónustunnar. Sýnileiki atvdnnu-
greinarinnar jókst mikið efdr útkomu skýrslunnar, enda var í henni gerð
markviss tenging við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Auk þess var lagt til í skýrslunni að atvinnugreinin }trði gerð sýnilegri í
þjóðhagsútreikningum, meðal annars með auknum skilningi á vægi af-
leiddra starfa. Tiflögum nefndarinnar hefur verið vel fylgt eftir, meðal
annars í áætlunum samgönguráðuneytis.4
45 Guðrún Heigadóttir o.fl., Menningartengd ferðaþjónusta í Eyjafirði, bls. 19. Olafur
J. Engilbertsson, „Sögueyjan heldursjó“, bls. 112.
46 Tómas Ingi Olrich, Memúngartengd ferðaþjónusta, Reykjatók: Samgönguráðu-
nevti, 2001, bls. 5. Auk Tómasar Inga sátu í nefndinni Dagný Emilsdóttir, Signý
Pálsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
4' Sama rit, bls. 9-11. Ef til vill má segja að flumingur ferðamála ffá samgöngu-
ráðuneyti til iðnaðarráðuneytis um síðustu áramót staðfesti hversu vel tókst til við
að byggja atvinnugreinina upp.
24