Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 87
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
um jafnan kosningarétt og kjörgengi kvenna jafnt og karla. Hann varaði
þingið við því að hundsa réttmætar kröfur kvenna: „A Bretlandi sjáum vér
þess og dæmi, hversu ýmsar kvenréttindakonur þar hafa fundið sér rétt og
skylt, að þola eigi óréttinn - fnndið sér skylt, að svífast jafnvel einskis til að
knýja fram réttinn.“80
Að lokinni stuttri umræðu var skipuð sjö manna nefhd til að yfirfara
frumvarpið og lagði hún til margar breytingartillögur.81 Þar á meðal var
nýtt ákvæði um kosningarétt kvenna og eðh málsins samkvæmt er rétt að
hafa sumt orðrétt eftir hér:
... eru þau skilyrði sett, að hinir nýju kjósendur, konur, og þeir
karlmenn, er ekki hafa kosningarjett samkvæmt stjómskipunar-
lögunum frá 1903, fái ekki rjett þann, er hjer ræðir um, öll í
einu, heldur þannig, að þegar semja á alþingiskjörskrá í næsta
sinn eftir að lög þessi era komin í gildi, skal setja á kjörskrána þá
nýju kjósendur eina, sem eru 40 ára eða eldri, og að öðru leyti
fullnægja hinum almennu skilyrðum til kosningarrjettar. Næsta
ár skal á sama hátt bæta við þeim nýju kjósendum, sem eru 39
ára, og svo framvegis, lækka aldurstakmarkið um eitt ár í hvert
sinn, til þess er allir kjósendur, konur sem karlar, hafa náð kosn-
ingarrjetti svo sem segir í upphafi þessarar greinar. 82
Alls greiddu 18 þingmenn atkvæði með tillögurmi, langflestir úr
Heimastjómarflokki. Allir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks í neðri deild
voru á móti: Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi, Bjöm Kristjánsson, sr.
Kristinn og SkúH Thoroddsen.83
Alþingi 1914 samþykkti stjómarskrárfrumvarpið ffá 1913, þar á meðal
ákvæðið um skertan kosningarétt kvenna. Ný stjórnarskrá tók síðan gildi
1915. Þarmeð hafði Island markað sér nýja sérstöðu: kynjamisrétti var
bundið í stjómarskrá. Fullu jafnrétti kynjanna í kosningum skyldi náð árið
1930, effir 15 ár.
80 Alþingistíðindi C (1913), d. 102-103.
81 Alþingistíðindi A (1913), bls. 932-936. Einn nefhdarmanna, Bjami Jónsson frá
Vogi, skilaði séráliti og vildi standa vörð um jafnan rétt karla og kvenna í
kosningum.
82 Alþingistíðindi A (1913), bls. 93 5.
83 Sama rit, d. 1661-1662.
85