Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 130
GUÐMUNDUR JÓNSSON
fangsefnis sé anðvitað aðeins markmið, ídeal, sem aldrei er hægt að ná fnll-
komlega, en er engu að síður nauðsynlegt markmið ef við viljum vera
sanngjörn og heiðarleg í verkum okkar. Sanngirni og heiðarleiki eru í
raun og veru einn af mælikvörðunum á hludægni.3 Aðgreining sagnfræð-
ingsins frá viðfangsefninu auðveldar honum að beina vitsmunum sínum á
ókunnar slóðir, komast í kast við andstæð viðhorf, skiptast á skoðunum við
aðra. Sá sem reynir að „komast út úr sjálfum sér“, þótt ekki nema til þess
eins að átta sig betur á veikleikum skoðanaandstæðings síns, hann leitast
við að vera hlutiægur.
Þetta er alls ekki krafa um hlutleysi, segir Haskell, við hvorki geturn né
eigum að krefjast þess af sagnfræðingum að þeir séu hlutlausir gagnvart
knýjandi málefhum samtímans. Þvert á móti getur hlutiægni samrýmst
pólitískri afstöðu og þátttöku. „Það sem ég krefst af þeim er sjálfsstjórn en
ekki sjálfseyðing“, segir Haskell, „aðgreining og sanngirni, en ekki af-
skiptaleysi gagnvart lífinu“.38
Eg tel að hugmyndir Nagels og Haskells færi okkur í hendur nothæft
hlutiægnishugtak þar sem gengist er tdð huglægni fræðimannsins án þess
að hlutiægnishugmyndinni sé kastað fyrir róða. Hér er ekki er verið að
endurvekja kröfu pósitífismans um hlutieysi fræðimannsins, en bent á
leiðir til að tempra óhjákvæmilega huglægni okkar.
37 Thomas L. Haskell, „Objectivity is not Neutrality: Rhetoric versus Practice in
Peter Novick’s That Noble Dream“, í Thomas L. Haskell, Objectivity is Not
Neutrality. Explanatoiy Schem.es in Histoty. Baltimore: The Johns Hopkins Uni-
versity Press, 1998, bls. 151. Upphaflega birt í Histoiy and Theoiy 29 (1990), bls.
129-157.
38 Thomas L. Haskell, „Objectivity is not Neutrality“, bls. 155. Aðgreining er hér
þýðing á enska orðinu detachment.
128