Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 132
RÓBERT H. HARALDSSON
að vísu ekki neitað að sannleikurinn virðist iðulega hafa gildi en í slíkuin
tilvikum mun nánari skoðun, segja þessar efasemdaraddir, leiða í ljós eitt-
hvert annað gildi sem sé hið raunverulega gildi. I síðasta hluta ritgerð-
arinnar mun ég hins vegar vfltja að efasemdum um vægi sannleikskröf-
unnar í sagnfræði sem byggjast á annars konar rökum en þeim sem rædd
eru í fyrstu hlutum ritgerðarinnar. I viðleitni minni til að svara efasemda-
röddunum sæki ég í smiðju um efhi til tveggja bandarískra heimspekinga,
þeirra James Conants, sem gagnrýnt hefur ofangreindar hugmtndir um
tungumál og sjónarhom, og Coru Diamond, sem gagnrýnt hefur þá
afstöðu að sannleikurinn sem slíkur hafi ekkert gildi.
Aherslan á tungumálið:
Endalok sagnfræði seni vísindagreinar?2
Hvaða gallar á tungumálinu em svo alvarlegir að það fær ekki tjáð
sannleikann um veruleikann? Og hvers eðhs er sá veruleiki sem er sífellt
utan seilingar tungumálsins, sleppur undan hugtökum okkar og lýsing-
um? Gallarnir sem spurt er um hljóta að vera af almennum toga eigi þeir
að vekja róttækar efasemdir um getu okkar til að tjá sannleika með tungu-
málinu. Ekki er nóg að nefna takmarkanir á borð við orðafæð viðkomandi
tungumáls (íslenskan á t.d. ekkert orð sem gegnir alveg sama hlutverki og
enska orði ,,subtle“), ófullkomna málfræði (í íslensku er ekki notað ávarps-
fall) eða stutta ritmálshefð (t.d. í færeysku). Slíkar takmarkanir, ef tak-
markanir skyldi kalla, vekja ekki almennar efasemdir um getu tungumáls-
ins til að tjá sannleikann m.a. vegna þess að þær koma ekki í veg fyrir að
ýmis sannindi verða tjáð með tungumáli, auk þess hafa ekki öll tungumál
þessar tilteknu takmarkanir og loks mætti vinna bug á þeim. Við verðum í
þessu samhengi að beina athyglinni að þáttum sem liggja tungumálinu til
grundvallar. Eitt slíkt atriði er hugtakið og myndun þess. Til að tjá okkur
er ekki nægilegt að við búum til orð, við verðum að læra að beita orðurn á
þann hátt að þau tjái hugtök. Sem einstaklingar, og ekki síður sem hópar,
höfum við lært hugtök og sammæli okkar um hugtök gerir okkur m.a.
kleift að lýsa veruleikanum. Og það er einmitt hér sem sagnfræðingar og
2 Sjá bók Georg G. Iggers, Sagnfrœði á 20. öld. Frá vísindalegii blutlægni til póst-
módemískrargagnrýni. Þýð. Eiríkur K. Bjömsson, Olafur Rastrick og Páll Björns-
son. Ritsafn Sagnffæðistofnunar 37. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, einkum
kafla 10 sem ber þetta heitd.
130