Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 73
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
lögum fyrir Akureyri."21 Nýja irumvarpið átti greiða leið í gegnum þing-
ið. Eina ákvæðið sem mætti fyrirstöðu í efri deild var að brottvísun úr bæj-
arstjóm skyldi leggja undir almennan borgarfund. Einungis sex þingmenn
greiddu atkvæði með en fimm sátu hjá.22 (I efri deild vom alls 12 þing-
menn en forseti deildarinnar hafði ekki atkvæðisrétt.) Að öðm leyti var
frumvarpið samþykkt ágreiningslítið og afgreitt til landshöfðingja sem lög
frá Alþingi.
Samþykkt Akureyrarífumvarpsins 1881 markaði að mínu mati tíma-
mót í stjómmálasögu landsins. Ljóst var að á Alþingi var engin fyrirstaða
gegn grunngildum ffjálslyndrar stefhu um valddreifingu, jafnréttd og
heimalýðræði. Einnig vekur sérstaka athygli þáttm þeirra Magnúsar
Stephensens og Ama Thorsteinssonar, konungkjörinna þingmanna og
háttsettra embættismanna, en þeir virtust vel heima í ffjálslyndri stefnu.
Viðtökur sama Alþingis við ffumvarpi Þorláks Guðmundssonar um
kosningarétt kvenna vom einnig glöggur mælikvarði á viðhorf þingmanna
til kvenfrelsis. Þorlákur Guðmundsson, bóndi og alþingismaður Ames-
inga, flutti á þingi sumarið 1881 ffumvarp til laga um kosningarétt
kvenna. Það var stutt og skýrt og kvað á um að ekkjur og aðrar ógiftar
konur sem standa fyrir búi eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skyldu
hafa kosningarétt þegar kjósa ætti í hreppsnefnd, sýslunefnd og á safnað-
arfundum, ef þær væm 2 5 ára og að öðm leyti fullnægðu öllum þeim skil-
yrðum sem lög ákvæðu fyrir þessum réttindum.23 Þorlákur mælti fyrir
ffumvarpinu og kvað óþarft að vera langorður. Gildandi kosningalög
brytu gróflega gegn almennum mannréttindum, því margar konur, t.d.
ekkjur, greiddu eins mikið gjald eða meira, bæði til sveitar og í önnur op-
inber gjöld, og góðir meðalbændur; „það er því mjög ófrjálslegt að neita
þeim um þessi rjettindi til kosninga.“24 Þorlákur taldi eðhlegt að þessi
hópur sjálfstæðra kvenna hefði kosningarétt til jafns við sambærilegan hóp
karla í öllum kosningum, þar með taldar kosningar til Alþingis. Hann
gerði hins vegar ekki tillögu um það af ótta við að slíkt kæmi í bága við
stjómarskrána, en sagði jafnffamt að ef einhver hinna heiðmðu þing-
manna treystist að fara lengra í þessu efni yrði hann honum þakklátur.25
21 Sama rit, bls. 559.
22 Sama rit, bls. 590.
23 Alþingistíðindi A (1881), bls. 41.
24 Alþingistíðindi B (1881), d. 399-400.
25 Sama rit, d. 400.
71