Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 126
GUÐMUNDUR JÓNSSON
Þriðji hópurinn, og hann er ef til \ill stærstur, hefur leitað að leið milli
hirtnar einföldu vísindahyggju pósitífismans og afstæðishyggju póst-
módernista. Hér á efrir ætla ég að segja stuttlega frá einni slíkri rilraun
sem þrír bandarískir sagnfræðingar, Joyce Applebv, Ljmn Hmit og Marg-
aret Jacob, gerðu á síðasta áramg, en í henni er hlutlægnishugtakið tekið
til endurskoðunar. I bókinni Telling the Truth About Histojy teíla þær stöll-
ur ffarn afstöðu sem á ensku kallast practical reahsm og þýða má á íslensku
sem veika hluthyggju gegn afstæðishyggju póstmódernismans, og færa rök
fyrir því að sagnfræðin geti komist að fræðilegri, hlutlægri þekkingu á for-
tíðinni.34
Þær Appleby, Hunt og Jacob vísa á bug tvennum öfgum sem hafa mót-
að mjög umræðuna um samband tungumálsins og veruleikans, bæði þeim
sem staðhæfa að merking orða sé eingöngu í höfði okkar og þeirn sein
telja að tungumálið sé fasti þar sem merking orða frjósi saman við hluti í
veruleikanum. Málið, orðaforðinn, málvenjur og bygging málsins hafa
myndast í gagnkvæmu samspili manns Hð umhverfi sitt. Orðin þjóna
þeim rilgangi að leita sannleikans af þtri þau eru ekki tilviljunarkennd tæki.
Málkerfi kunna að vera byggð á hugsunarferlum, en orðin verða ril í sam-
skiptum manns við ytra umhverfi. Hversu félagslega slalyrt sem tungu-
málið kann að vera, þá vísar það til raunveruleikans og lýsir honurn nokk-
urn veginn á sannferðugan hátt.
Skoðum þetta nánar, segja Appleby og félagar. Þótt við föllumst á það
að tungumálið myndi sitt eigið merkingarkerfi og vísi í sjálft sig þá vitum
við af daglegu lífi okkar að það virkar við að korna merkingu til skila á
milli manna, án þess að sífelldur misskilningur sé á ferðinni. Tungumálið
vísar í hinn ytri veruleika, þótt sambandið \rið hann sé ekki einfalt. Ef
tungumálinu tekst að gegna því hlutverki sínu að miðla merkingu í sam-
tíðinni hefur það einnig gert það í fortíðinni. Textaheimild frá liðnum
tíma getur að sjálfsögðu haft óljósa og jafnvel margræða merkingu en að
staðhæfa að engan texta úr fortíðinni sé hægt að lesa sem endurspeglun á
einhverju utan hans er gagnstætt allri reynslu okkar. Textar eru misauð-
veldir ril skilnings, en við verðum að átta okkur á þ\ri að þeir voru skrifað-
ir í þeim rilgangi að koma einhverri merkingu til lesenda. Sagnffæðingur-
inn reynir að setja textann í sögulegt samhengi og ljá honurn merkingu
34 Joyce Appleby, Lynn Hunt og AJargaret Jacob, Telling the Tnith, sjá einkum 7. og
8. kafla.
I24