Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 40
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
„öðruvísi“ en karlmenn og gæddar ýmsum eiginleikum sem greindu þær
frá þeim, þá ættu þær að öðlast rétt til að hafa áhrif á opinber málefni.12
Einnig hefur verið bent á að vegna þess hve ríkjandi sérstöðuhugmyndim-
ar voru hafi konur tæplega átt annars úrkosti en að reyna að nýta þær í
baráttunni. Aftur á móti gerðu þær hvað þær gátu til að hafna neikvæðum
hhðum þeirra eins og t.d. skortá á rökvísi og skynsemi.1-’ Saga íslenskrar
kvenffelsisbaráttu á áratugunum í kringum aldamótin 1900 fól í sér ótal
tilbrigði við þessi stef og um leið endalausar umræður um tengslin á milli
eðhseiginleika kvenna og samfélagslegs hlutverks þefi-ra.
Samk\ræmt bandaríska sagnfræðingnum Joan Scott þá á umrædd þver-
stæða sér rætur í hinum sterku tengslum einstaklingshyggjunnar \dð hið
karllega sem gerði það að verkum að konur og hið kvenlega birtust sem
„öðru\usi“ og sem sérstök tegund að segja má. Ehnn pólitaski einstakling-
ur hefur verið í forgrunni kynjasögulegra rannsókna á undanfömum
árum. Eins og ýmsir fræðimenn hafa bent á var einstaklingurinn, eða hinn
pólitíski þegn sem steig fram á sjónarsvið sögunnar á 18. og 19. öld, tákn-
aður í liki karlmanns og það er saga hans (,,his-story“) sem stjómmálasaga
nútímans hefur snúist um.14 Joan Scott er meðal þeirra fremstu í hópi
þessara fræðimanna en hún hefur rannsakað hvemig hinn pólitíski ein-
staklingur var mótaður í karlmannslíki og hvemig stjórnmálasaga nútím-
ans hefur að mestu snúist um hvíta karlmenn af millistétt.1'’ Valdaleysi
kvenna hefur samkvæmt henni byggst á því að konur hafi ekki verið skil-
12 Nancy F. Cott, The Grounding ofModem Feminism, bls. 19; Joan W. Scott, On/y
Paradoxes to Ojfer, bls. ix-x. Gott yfirlit yfir flóknar hugm}Tidaífæðilegar og fé-
lagslegar rætur þessara hugmynda er að finna í Sidsel Vogt, Kvinnenessocialbistorie.
Kvinnesyn og kvinneliv i England, Frankrike og USA ca. 1650-1920, Osló: Uni-
versitetsforlaget, 1991, bls. 65-104. Sagnffæðingar hafa sýnt ffam á að konur völdu
ekki ein rökin ffam yfir önnur heldur beittu þeim sitt á hvað. Þær sögðu annars
vegar að konur væru gæddar sömu andlegu eiginleikum og karlmenn og ættu því
að njóta sömu möguleika í lífinu. Hins vegar héldu þær ffam að kvenlegir
séreiginleikar veittu þeim forskot á sumum sviðum en því var t.d. oft haldið frarn
að konur hefðu siðferðislega yfirburði ffam yfir karlmenn.
13 Joan W. Scott, Only Paradoxes to Offer, bls. x.
14 Sjá t.d. Leonore Davidoff, ,„Adam Spoke first and Named the Orders of the
World“: Masculine and Feminine Domains in History and Sociology“, Gender
and Histoiy in Westem Europe, ritstj. Robert Shoemaker og Mar\' Vincent,
London: Amold, 1998, bls. 85-100.
15 Joan W. Scott, Only Paradcxes to Offer, bls. 1-18. Mjög góða umfjöllun um þetta
vandamál er einnig að finna í Leonore Davidoff, ,„Adam Spoke first““, bls. 85-
100.
38