Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 67
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
gengið í nokkrum bylgjum og að stundum höfum við staðið í fararbroddi.
Þannig var Island við lýðveldisstofnunina 1944 nánast eina sjálfstæða
landið með stjórnskipulag „forsetaþingræðis“, forseta kjörinn beint af
þjóðinni, ásamt ríkisstjóm, sem situr í skjóli löggjafarvaldsins. Onnur
sjálfstæð ríki í Evrópu, sem vom samtals 34 árið 1950, völdu nær öll
þekkta leið til lýðræðis, þingstjórnarleiðina, þar sem þjóðþingið er eini
handhafi fullveldis fólksins á milli kosninga. Nú em um 50 sjálfstæð ríki í
Evrópu og ríflega 20 þeirra hafa tekið upp stjómskipulag forsetaþingræð-
is.6 * Varðandi kveméttindi hefur verið fullyrt að á síðustu áratugum 19.
aldar hafi þau verið betur tryggð hér en annars staðar í Evrópu.' Arið
1911 hefur meira að segja fengið viðumefnið „kvennaárið mikla“ og er þá
verið að vísa tdl laga um jafnan rétt kvenna og karla til menntunar, opin-
berra embætta og námsstyrkja.8
Meginviðfangsefhi þessarar greinar er að kortleggja og útskýra breyt-
ingar á stöðu íslenskra kvenna frá lokum 19. aldar til fyrstu áratuga 20.
aldar. Eg beini einkum sjónum að viðhorfum alþingismanna og lagasetn-
ingu varðandi kosningarétt kvenna. Þar með fáum við betri sýn á þá þætti
sem skipt geta lýðræðið sköpum hvarvetna í fortíð, nútíð og framtíð, auk
þess að ffæðast um leið Islands til lýðræðis.
Umfjöllun um afstöðu valdakarla á Islandi til kvenfrelsis og ffjálslyndis
skipti ég í tvo kafla.9 I þeim fýrri fjalla ég um tímabihð 1880-1910. Þá var
6 Svamir Kristjánsson fjallar rnn lýðveldisstofaunina 1944 í greininni „Stofnun lýð-
ræðis - Nýsköpun lýðræðis“, Skímir 176 (vor 2002), bls. 7-45. Um fjölda sjálf-
stæðra ríkja í Evrópu og stjómskipulag þeirra, sjá Kaare Ström og Octavio Am-
orim Neto, „Presidents,Voters and Non-Partisan Cabinet Members in European
Parliamentary Democracies“, fyrirlestur á þingi The American Political Science
Association, Chicago, 2004, bls. 4. I tveimur löndum auk Islands var forseta-
þingræði samkvæmt stjómarskrá árið 1944. Annað þeirra var Finnland en þar var
forseti eklá kjörinn beint af þjóðinni heldur af kjörmönnum. Hitt landið var Ir-
land en þar var ekld formlega stofhað lýðveldi með þjóðkjömum forseta fýrr en
1949.
Sbr. fýrirlestur Páls Briem 1885 „Um frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fýrir-
lestur“, John Stuart Mill, Kúgun kvenna, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag,
2003, bls. 275-328, hér bls. 327-328.
8 Lögin er að finna í Stjómartíðindi A (1911), bls. 238-239. Sbr. Bríet Héðinsdóttir,
Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjamhéðinsdóttur, Reykjavík: JPV útgáfa, 2006, t.d.
bls. 100, 119. Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur -þjóðemi, kyngervi
ogvaldáísland 1900-1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 233.
9 Þessi tímabilaskipting er fengin frá Gunnari Karlssyni, sbr. erindi hans, „Um
kvenréttindavilja íslenskra sveitakarla á 19. öld“, Fléttur II. Kynjajræði - Kort-
65