Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 175
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
hægt að lýsa því fyrirfram hvaða mynd það tekur á sig. Marx tengdi for-
skriftir við kreddufestu og Adorno var sama sinnis: „Heimspeki sem sett
er fram sem heild eða kerfi verður ekkert annað en kerfisbundin blekk-
ing.“34 Adomo leit á ákallið um „uppbyggilega gagnrýni“ sem mótsögn er
græfi undan gagnrýninni sjálfri: „það er engan veginn alltaf hægt að bæta
við gagnrýnina beinum praktískum ávísunum á eitthvað betra“.35 Raunar
„er þvingandi óþolinmæði gagnvart þeirri hugsun sem ekki fylgja bein
fyrirmæh um aðgerðir, byggð á kvíða“.36 Alikilvægi gagnrýninnar fólst
þegar öllu er á botninn hvolft einmitt í „mættinum til að andæfa viðtekn-
um skoðunum og stofnunum sem fyrir vom“ og jafhframt í sjálfsíhugun.3'
„Rétmefnd heimspeldleg hugsun er ekki aðeins gagnrýnin á kyrrstöðu og
hlutgerða eftirmynd hennar í meðvitundinni, heldur er hún einnig álíka
gagnrýnin á sjálfa sig“.38 I huga Adornos var þessi vægðarlausa mótstaða
við almennar venjur og réttlætingar „nauðsynleg lýðræðinu“.
Lýðræði krefst ekki aðeins að fyrir hendi sé frelsi til að gagn-
rýna og þörfin fyrir að gera það. Lýðræði skilgreinist hreinlega
af gagnrýni. Til að átta sig á þessu atriði nægir að leiða hugann
að þeirri sagnfræðilegu staðreynd að sá aðskilnaður þátta valds-
ins, sem allt lýðræði grundvallast á, frá Locke og Montesquieu
og sqómarskrá Bandaríkjanna fram að deginum í dag, á tilvist
sína gagnrýni að þakka.39
Stökkið frá tengingu Adomos á opinni gagnrýni við lýðræði yfir í svipaða
tengingu, ættaða frá Jacques Derrida, er ekki langt. (Þó ætti ég að bæta því
við að þó að Adomo hefði eflaust gagnrýnt Derrida, á sama hátt og
Derrida gagnrýndi Adomo, er það ekki sá svipur sem er með heimspeki
þeirra tveggja sem ég vil halda á lofti heldur sameiginleg hollusta þeirra
við hugmyndina um heimspeki sem gagnrýni.)40 Snemma á níunda ára-
tugnum brást Derrida „til vamar fyrir heimspekina“, og átti þar við þann
hugsunarhátt sem skilgreindur er sem gagnrýni, og skrifaði eftirfarandi
54 Adomo, Critical Models, bls. 7.
35 Sama rit, bls. 287.
56 Sama rit, bls. 290.
37 Sama rit, bls. 281.
38 Sama rit, bls. 133.
39 Sama rit, bls. 281.
40 Jacques Derrida, Fichiis: Discours de Francfort, París: Galilée, 2002.
x73