Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 184
JOAN W. SCOTT
um og félagslegu skipulagi. Og dl eru staðreyndir og jafnvel „sannleikur“
þó að sannleikur sé skilgreindur sem kerfi sameiginlegra staðla frekar en
yfirskilvitleg eining, hann er skilgreindur út firá mismuni í sambandi við
hluti sem eru álitnir vera ósannir. A þennan hátt endursltipuleggur Fou-
cault hugmyndina um hlutleysi og opnar hana firir gagnrýninni yfir-
heyrslu.
[Sjjálf spumingin um sannleikann, sá réttur sem hann tekur sér
til að hrekja villuna eða setja sig upp á móti sýndinni, sá háttur
hans að vera aðgengilegur vitringum í tímans rás, síðan ætlaður
trúræknum mönnum einum, þar á eftir dreginn til baka og
komið fýrir í heimi utan seilingar þar sem hann lék í senn hlut-
verk huggunar og sk\Tlduboðs, og að lokum hafnað sem einskis-
nýtri hugmynd er taldist ofaukið og var hvarvetna andmælt; er
allt þetta ekki saga, sagan af þeirri villu sem kallast sannleikur?6-’
Hugmyndin um að merking sé ákvörðuð út frá mismun er ekki uppfinn-
ing Foucaults heldur er hún, eins og Ermarth og fleiri hafa haldið ffam, í
fullu samræmi við kenrúngar ffá fýrri hluta tuttugustu aldar tun mælingar
(Einstein) og málvísindi (Saussure), kenningar sem boðuðu komu tímabils
sem kennt hefur verið við póstmódemisma.64 Starf Foucaults byggist á
þeirri forsendu að sambandið milh orða og hluta sé gagnHrkt en ekki end-
urspeglandi, það hvílir á mismuni - spurningin er „á hvaða hátt?“ - og það
er breytilegt. Sem sagt - og þetta er boð um að hugsa gagnrýnið - þarf
sagnff æðingurinn að rannsaka þetta samband ffekar en að ganga út ffá því
að það sé gagnsætt. Eða, svo að horfið sé aftur til myndlíkingar Derrida
um lyftistöngina, verður hann eða hún að svipta hulunni af truflandi
spumingum um það sem virðist öraggt eða staðfest með það fjæir augum
að túlka á nýjan leik og gera þannig aðra framtíð mögulega.
Gagnrýniástríðan
Ekki fer á milli mála að gagnrýni er óþægileg - og það á við um fleiri en
sagnffæðinga. Sú iðja að taka hið sjálfsagða til nýrrar grandskoðunar er
truflandi og raskar stöðugleikanum. I kafla sem ég vitnaði til áðan tengdi
63 Foucauft, „Nietzsche, Genealogy, History“, bls. 144 [íslensk þýðing bls. 217].
64 Ermarth, „Ethics and Method", bls. 68-75.
182