Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 210
JOEP LEERSSEN
efni í samhengi við fræðileg skrif, svo sem fornfræði og menning-
arrýni. Grein sem skiptir sköpum er sagnaritun, horft er til þjóðar-
innar sem heildar og hún var meginviðfangsefnið á tímabili róman-
tísku stefhunnar, áður en hún varð að sérfræðigrein.
3. Utan við svið tungumálsins og orðræðu má bera kennsl á flokk
„efhislegrar menningar": gripir svo sem málverk, höggmyndir, forn-
munir, minnismerki, byggingarhst; tákn svo sem fánar og skjaldar-
merki; opinberar byggingar.3,
4. Loks er framsetning og miðlun óefhislegrar menningar eftir:
menningarlegar athafnir sem taka til þjóðdansa, tómstundaiðju og
íþrótta, siða og venja og (síðast en ekki síst) tónlistar.
Þessi svið skarast að sjálfsögðu. Stofnun þjóðleikhúsa fól ekki aðeins í sér
leikritun, heldur stundum einnig byggingu þar til gerðs leikhúss, flumings
„þjóðlegs“ listdans, eða dans sem var undir þjóðlegum áhrifum ásamt tón-
listarflutningi til hliðar við eða í leikdagskránni. A heildina litið býður þó
skiptingin eftir þeim leiðum sem hér er stungið upp á nothæfa aðferð til
flokkunar.
Og hvað með hugmyndina um „ræktun"? Hún vísar til markmiða ger-
enda og aðgerðasinna á sviði þjóðmenningar og ætlaða félagslega hagnýt-
ingu á þjóðmenningunni. Hér gefa gögnin til kynna skiptingu upp í einar
þrjár tegundir af viðleitni sem mætti kalla björgun, nýja framleiðni og áróð-
ursyfirlýsingar.
1. Hin fyrsta af þessum tegundum viðleimi (mögulega einnig sú elsta,
með talsverðum aðdraganda í forrómantíkinni á átjándu öld) felst
einungis í gerð skrár (yfir tungumál, orðræðu, gripi eða venjur,
samkvæmt þeim fjórum sviðum sem talin voru upp hér að ofan).
Rannsóknir á menningu á rómantíska tímabilinu fylgja oft „björg-
unarviðmiði“, sérstaklega ef menningarlega efnið sem um ræðir er
af alþýðlegum, almennum og þjóðlegum uppruna. Þátmr í róman-
tísku hugarfari er að gera út á sýnishorn á fornum hefðum sem
„hinum síðusm sinnar gerðar“, síðustu sýnishorn arfleifðar sem er á
37 Mikið af þessu hefur orðið vinsælt meðal menningarsögufræðinga undir fyrir-
sögninni lieux de ?némoire, eftir áhrifaríku safni Pierres Nora sem hefur leitt til
áþekkra verkefna í mörgum evrópskum löndum: Les lieux de mémoire, ritstj. Pierre
Nora, 3. bindi, París: Gallimard, 1997 [1984-1992].
208