Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 138
RÓBERT H. HARALDSSON
Viðbrögð sagnfræðinga við sjónarhomshyggjunni og sk\4dri heini-
speki em ólík og því fer fjarri að þeir samþykki hana allir. Sumir yppa bara
öxlum og láta sér fátt um svo hástemmdar pælingar frnnast.11 Aðrir spyrja
hvort þetta alræði sjónarhomsins (eða samhengisins) leyfi ekki einhverja
nýja sannleiksmælikvarða á lægri stigum. Við gætum ttissulega þurft að
gefa hugmyndina um stórasannleik upp á bátinn, segja þeir, en gætum
höndlað sannleikann á einhverju lægra stigi. Og enn aðrir sagnfræðingar
fagna einfaldlega svo róttækum niðurstöðum. Þeir sjá hér ný sóknarfæri
fyrir sagnfræðina, einkum á sviði skáldskapar. I stað þess að líta á huglægni
heimildar sem vandamál, svo dæmið sé tekið, staðhæfa suniir sagnfræð-
ingar nú að ekkert skipti máh um vissar heimildir nema huglægni þeirra.1-
Tengsl heimildarinnar við veruleikann (fortíðina) komi máh sagnfræð-
ingsins einfaldlega ekkert við! I umræðunni virðist spumingin mn sam-
band heimildar við veruleika þó ekki einungis vera lém'æg heldur iðulega
merltingarlaus, því það er enginn vemleild sem hægt er að segja að heim-
ild hafi eða skorti tengsl við.
En áður en við samþykkjum svo róttækar niðurstöður er ekki úr vegi
að spyrja hvort nauðsyn beri til að samþykkja afarkosti sjónarhornshyggj-
unnar. Eg tel svo ekld vera og vek athygli á þrenns konar takmörkunum
sjónarhomshyggjunnar sem heimspekingar hafa bent á. I frusta lagi hvílir
sjónarhornshyggja á loðnum frumspekilegum hugtökum á borð við hlut-
inn í sjálfum sér og torræðum fyrirbærum á borð við sjónarhom sem eng-
inn kemst út fyrir. Slíkt þarf í sjálfu sér ekki að vera vandamál, og það xná
Sjá Hayden White, The Content of the Fonn. Nanative Discourse and Historkal
Representation. Baltimore og London: The Johns Hopkins Univeristy Press, 1987,
bls. 76. Sjá einnig Hayden White, „Historical emplonnent and the problem of
truth“. The Postinodern History Reader, bls. 392-96; Hans Kellner, „„Never again“
is now“. The Postrnodem Histoiy Reader, bls. 397-412; Wulf Kansteiner, „From ex-
ception to exemplum: the new approach to Nazism and the „Final Solution““.
The Postmodeni Histoiy Reader, 413-17; Robert Braun, „The Holocaust and prob-
lems of representation“. The Postmodeni Histoiy Reader, bls. 418-25. Sjá einnig
Berel Lang, „Is it possible to misrepresent the Holocaust?“. The Postmodeni His-
toiy Reader, bls. 42 6-3 3. Lang bregst við skrifum Kellners, Kansteiners og Brauns.
Sjá einnig Saul Friedlander, „Probing the limits of representation“. The Post-
modem Histoiy Reader, bls. 387-91. Friedlander bregst við skrifum Whites.
11 Finna má mörg dæmi um slíka afstöðu í fræðilegum skrifum en ég hef hér aðal-
lega í huga ýmsar samræður sem ég hef sjálfur átt við sagnffæðinga í áranna rás.
12 Sjá t.d. Sigurður Gylfi Magnússon, Foníðardraumar. Sjálfbókmeimtir á lslandi.
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 213.
136