Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 149
EFASEMDIR UM GILDI SANNLEIKANS FYRIR SAGNFRÆÐINA
Það er líka vert að hafa í huga að sannleikskrafan þarf ekki að fela í sér
andóf við þætti ímyndunaraflsins í sagnfræði eða ákall um sagnfræði sem
einvörðungu fæst við einfaldar „sannreynanlegar“ staðreyndir. Það virðist
býsna algengt viðhorf nú um stundir að halda að ef slakað sé á sarm-
leikskröfunni, og hugmyndin um hlutlægan sannleika gefrn upp á bátinn,
þá fái únyndunaraflið loks að blómstra. Hinir hörðustu frta jafiivel svo á að
sfrkar tilslakanir séu nauðsynlegt skilyrði þess að ímyndunaraflið fái notið
sín. En sjálfum virðist mér þessu vera þveröfagt farið, að ímyndunaraflið
tendrist einmitt af glímunni við raunveruleikarm og njóti sín hvergi betur
en þar. Og mér virðist einnig að slíkt ímyndtmarafl leiki stórt hlutverk í að
skilja veruleikann sem blasir við okkur sem og fortíðina. En sfrk viður-
kenning á vægi ímyndtmaraflsins felur ekki í sér að sagnfræði færist með
einum eða neinum hætti nær skáldskap.30 Imyndunarafl og skáldskapur
eru ekki tengd órofa böndum. Raunar virðist vægi hins ímyndaða í sagn-
fræði veikjast í réttu hlutfalli við það hve htla stoð það á í veruleikanum.31
Vitaskuld ber að hafha saxmleikskröfum, eða túlkunum á sannleikskröf-
unni, sem reisa skorður við beitingu ímyndunarafls í sagnffæði en það er
ekkert í sannleikskröfunni sem slíkri sem kallar á slíkar skorður. Sann-
leikskrafan vdrðist raunar ekki kalla á einn sérstakan ffamsetningarmáta í
sagnffæði eða eina tegund af sagnffæði. En það er mikilvægt að taka alvar-
lega áhyggjur sagnfræðinga sem telja að krafan hafi verið túlkuð þannig.
En það er önnur saga.
30 Sjá ágæta umræðu rnn þetta hjá Noél Carroll, „Interpretation, History and Nar-
rative“. Geoffrey Roberts (ritstj.), The History and Narrative Reader. London og
New York: Routledge, 2001, bls. 246-65, 256-57.
31 Eg bef áður rætt tengsl ímyndunarafls og sannleika í sagnffæði. Sjá Róbert H.
Haraldsson, „Skapandi fræðimennska: Um hlutverk menningartímarita“. Anna
Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius (ritstj.), Milli himins ogjaröar.
Maðtir, guð og menning í hnotskum huguísinda. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997,
bls. 241-48, 246-47.
147