Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 111
SAGAN OG SANNLEIKURINN
komið frá fræðimönnum sem kenndir eru við póstmódernisma og boða að
sannleikurinn - ef hann er þá til - sé ekki einn heldur afstæður, fari eftir
menningarlegri og félagslegri staðsemingu viðkomandi. Sagnfiræði er þá
bara sjónarmið sem hver og einn heldur fram um fortíðina. Hér erum við
komin að hugmynd sem rekja má m.a. til Nietzches um að veruleikinn -
þar með talinn veruleiki fortíðarinnar - sé í kjarna sínum alltaf skoðaður
frá einhverju sjónarhorni og þar af leiðandi ekki einn. Róttæk efahyggja af
þessu tagi er ekki bundin við sagnfræðina því hún hefur náð jafnvel enn
meiri útbreiðslu í ýmsum öðrum greinum hugvísinda, einkum bók-
menntafræði og menningarffæði, svo og mannffæði. Meira að segja í nátt-
úruvísindum, þar sem meiri eining hefur lengstum ríkt um markmið og
fræðireglur, braust út harkalegt „vísindastríð“ á síðasta áratug um grund-
vallarafstöðu til vísindalegar þekkingar og hlutlægni.6
I þessari ritgerð er hlutlægnishugtakið í sagnfræði tekið til skoðunar og
rakið hvernig skilningur fræðimanna á því hefur þróast síðan á 19. öld. Eg
reifa nokkrar meginhugmyndir ffæðimanna um möguleika og takmarkan-
ir hlutlægrar sagnfræði, bæði þeirra sem telja hlutlægni grundvallar-
afstöðu í fræðilegri iðju og hinna sem hafa talið hlutlægni ýmist merking-
arlausa, ómögulega eða óæskilega kröfu. Kenningum þriggja bandarískra
sagnffæðinga, Joyce Appleby, Lynn Hunt og Margaretar Jacob, eru gerð
nokkuð rækileg skil, en þær gerðu athyglisverða tilraun í bók sinni, Telling
the Truth About History, til að bjarga hlutlægnishugmyndinni þegar sókn
póstmódernismans stóð sem hæst. Við hana hef ég prjónað hugmyndum
nafnanna Thomas Nagels og Thomas L. Haskells um hlutlægni sem sjálf-
stjóm, eins og ég leyfi mér að kalla þær.
Sigurganga pósitífismans
Skoðum nánar hvað hugtakið hlutlægni (e. objectivity) merkir. Novick
bendir á að „sagnfræðileg hlutlægni“ sé ekki ein heldur margar og sum-
part ólíkar hugmyndir sem heimspekingar, sagnfræðingar og aðrir hafa
sett ffam til að lýsa sambandi sagnfræðingsins við veruleika fortíðarinnar.
6 Sjá t.d. Keith M. Ashman og Philip S. Baringer (ritstj.), After the Science Wars.
London: Routledge, 2001. - Skúh Sigurðsson, „Framfarir, hugsanafrelsi og rofa-
börð. Hugleiðingar um vísinda- og tæknisögu", Islenskir sagtifrœðingarll. Vlðhorf
og rannsóknir. Ritstj. Loftur Guttormsson o.fl. Reykjavík: Mál og mynd, 2002,
bls. 433-449.
109