Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 51
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
Það eru skýrar vísbendingar um að „samvinna“ af þessu tagi hafi ekki
verið bundin við nokkrar heldri konur í Reykjavík og karla af sama standi
heldur hafi hún átt sér stað á breiðari grundvelh. Atburðarás sem Hið ís-
lenska kvenfélag hratt af stað vorið 1908 er athyglisverð í þessu samhengi
en þá ákvað stjóm þess að birta greinar í blöðum þar sem konur „upp um
sveitir og út um land“ jnðu beðnar um að sjá til þess að kvenréttindamál-
ið yrði tekið á dagskrá þingmálafimda. Askorun Kvenfélagsins birtist í
Þjóðólfi í apríl 1908 og sagði þar að kvenfélagið hefði ákveðið að „skora
enn á ný á íslenzkar konur, að glæða áhuga á máli þessu og stuðla að sigri
þess með því að fá menn, sem era því fylgjandi, til að bera það upp á þing-
málafundum heima í héraði, og skora á þingmenn að styðja það einhuga á
næsta alþingi.“50 Framtak Hins íslenska kvenfélags virðist hafa haft tilætl-
uð áhrif en samkvæmt Kvennablaðimi var áhugi kvenna á kvenréttindamál-
inu vaknaður á öllu landinu. Þær hefðu einmitt, samkvæmt fiTÍrmælum
Hins íslenska kvenfélags, komið málinu „beinlínis eða óbeinlínis inn á
[þingmála]fundina“ og víða hefðu „þær sjálfar talað fyrir þeim.“51
Hinn víðtæki stuðningur íslenskra karlmanna við kröfur kvennanna er
eitt hið athyghsverðasta við þetta mál. Aðgerðir þessar vima um merki-
legan skort á mótstöðu meðal karla á þessnm árum en þeir virðast hafa
sýnt mikinn vilja til að styðja kröfur kvenna. Allt fór nákvæmlega á þann
veg sem Hið íslenska kvenfélag hafði mælt fyrir um. Kröfur kvenna um
firelsi og jafirrétti urðu fastur liður á þingmálafundum úti um allt land og
valda- og áhrifamenn víða í sýslum og byggðarlögum lýstu eindregnum
vilja sínum til að veita konum kosningarétt og rétt til allra embætta og yf-
irhöfuð „fullt ja£nrétti“ á við karlmennd2
Það er á margan hátt flókið að túlka framgang kveméttindamálsins á
tímabilinu 1907-1911 en það sögulega fyrirbæri sem hér hefur verið rætt,
að heilt samfélag legði að mestu niður alla mótstöðu gegn kvenréttándum,
hefur aldrei verið rannsakað sérstaklega. Það má setja fram þá tilgátu að
50 ,Áskorun til íslenzkra kvenna'", Þjóðólfnr, 3. aprú 1908, bls. 57.
31 „Kvennafundurinn í Reykjavík“, Kvennablaðið, 28. feb. 1909, bls. 10.
Skjalasafn Alþingis. Alþingismál. Dagbók neðri deildar, 1909, III nr. 162, bls.
612-613. Þingmálafundargerð Seyðfirðinga. Dagbók neðri deildar, 1909, II nr.
52, bls. 238. Þingmálafundargerð Suður-Þingeyjarsýslu. Dagbók neðri deildar,
1909, H nr. 33, bls. 119. Þingmálafundargerð Akureyrar. Dagbók neðri deildar,
1909, H nr. 18, bls. 64. Þingmálafundargerð Dalamanna 21. jan. 1909. Dagbók
neðri deildar, 1909, II nr. 2, bls. 7. Þingmálafundargjörð Vestur-ísafjarðarsýslu 5.
nóv. 1908.
49