Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 86
SVANUR KRISTJÁNSSON
ekki sem ráðherra Heimastjórnarflokksins, heldur saihaði hann um sig
þorra þingheims í nýjan flokk, Sambandsflokkinn. 4 Helsta takmarkið
með stofnun flokksins var að freista þess að fá frekari tilslakanir frá dönsk-
um stjórnvöldum í deilunni um fullveldi landsins en stjórnarskrármálið
lagt til hliðar um sinn. Þetta tókst ekki og Alþingi sneri sér aftur að stjórn-
arskrármálinu árið 1913, þar á meðal nýjum ákvæðum um kosningarétt og
kjörgengi Henna.
A fyrstu dögum þingsins 1913 var lagt fram frumvarp um breytingu á
stjórnarskrá.'5 I samræmi við ályktun þingsins um stjórnarskrármáhð frá
1911 var lagt til að konur hefðu kosningarétt og kjörgengi til jafns við
karla. Bjarni Jónsson (1863-1926) frá Vogi útskýrði þetta ákvæði í fram-
söguræðu og sagði m.a.: „Þá vík eg að rýmkun kosningaréttarins. Því máli
var meiri hluti á Alþingi samþykkur 1911, enda liggur það í augum uppi,
að það er réttur hvers einasta íslenzks þegns, að fá að kjósa fulltrúa fyrir
sig til að sitja á löggjafarþingi þjóðarinnar. I því efhi ber alls ekki að taka
tillits til kyns, eða hvort maður geldur meira eða minna til almemiings-
þarfa. Það hlýmr hverjum manni að vera ljóst, að jafhrétti á vera milli
kynjanna.“76 I umræðunum í neðri deild varð hins vegar fljótlega ljóst að
blikur voru á lofti í þinginu varðandi málið. Einar Jónsson tók til máls á
eftir Bjarna og hafði uppi fýrirvara við kosningarétt kvenna'7 en árið 1911
hafði hann átt sinn þátt í að fella tillögu Jóns í Múla um skerðingu á kosn-
ingarétti kvenna vegna aldurs.78 Jón Olafsson tók í sama streng og tók sér-
staklega fram að engar raddir hefðu komið fram hjá kjósendum „sem
krefjist þess, að fá allar landsins bríettur inn á þing, né alla beti'unarhús-
limi.“79 Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Skúli Thoroddsen og sr.
Kristinn Daníelsson, ítrekuðu stuðning sinn við kvenréttindi. Skúli ræddi
m.a. um að hinn siðferðilegi grunnur laganna krefðist almennra ákvæða
'4 Sjá Helgi Skúli Kjartansson, Island á 20. öld, Reykjavík: Sögufélag, 2002, bls. 67.
75 Sjá Alþingistíðmdi A (1913), bls. 277-281.
76 Alþingistíðindi C (1913), d. 94—95.
'' Sama rit, d. 99-100.
78 Alþingistíðindi B II (1911), d. 1019.
79 Alþingistíðindi C (1913), d. 125. Jón vísaði þarna augljóslega til Bríetar Bjarn-
héðinsdóttur, formanns Kvenréttindafélags Islands, sem kjörin var í bæjarstjórn
Reykjavíkur árið 1908 af sérstökum kvennalista ásamt þremur öðrum konum. Þær
kosningar voru hinar íyrstu eftir að kosningaréttur í Reykjavík og Hafnarfirði var
rýmkaður mjög með lögum 1907. Um kvennaframboðin í Reykjavík á fyrstu
áratugum 20. aldar sjá m.a.: Auður Styrkársdóttir, Bardtta um vald.
84