Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 37
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
ævafornum viðhorfum.'’ „Nýsköpun“ nútímans fólst þannig í að rótfesta
slíkar hugmyndir um konur með tilvísun til náttúrulegs, líffræðibundins
kveneðlis þeirra. A síðari hluta 19. aldar var hin „nýja“ hugmyndafræði
staðfest og réttlætt með vísindalegum rannsóknum, m.a. á sviði líffræði og
læknisfræði.5 6
Nútíminn hafði þannig í för með sér afar mótsagnakenndar hugmynd-
ir um kvenhlutverkið. Annars vegar var ætlast til að konur hegðuðu sér í
samræmi við meint eðli sitt og gerðu heimilishald og barnauppeldi að
meginköllun sinni. A hinn bóginn var þetta tímabil þegar kvenréttinda-
stefnan og baráttan fyrir kosningarétti kvenna komst á fallan skrið og
hafði í för með sér gríðarlegar umræður um hlutverk kvenna. Barist var
fyrir þeirri stefhu að réttur einstaklingsins til frelsis, jafnréttis og sjálf-
stjórnar ætti jafnt við um bæði kynin og að konur hefðu þar með sama rétt
og karlar til að láta til sín taka á hvaða sviði sem var. Kvenréttindafélög
voru þannig stofnuð víða um lönd með þetta að markmiði. Aratugirnir í
kringum aldamótin 1900 eru mikilvægir í þessu sambandi en þeir ein-
kenndust af miklum umræðum og stundum deilum og átökum um stöðu
kvenna í samfélaginu, og hvernig eðli þeirra og hlutverk væri túlkað. En
þetta var umræða sem einnig setti svip sinn á kvenréttindahreyfingar þessa
tíma, t.d. bæði í Noregi og Svíþjóð. Hvemig var andlegum eiginleikum
kvenna háttað, hvernig var þeirra raunverulega eðli og hvaða merkingu
hafði það yfirhöfuð að vera kona?7 Hér á Islandi fór slík umræða fram á
opinberum vettvangi, innan félagasamtaka, á Alþingi, í dagblöðum, tíma-
5 Bente Rosenbeck, Kroppens politik. Otn ken, kultur og videnskab, Kaupmannahöfn:
Museum Tusculanums Forlag, 1996, bls. 28, 72; sjá einnig Genevieve Lloyd, The
Man ofReason. „Male“ and „Female“ in Westem Philosophy, 2. útg., Minneapolis:
University ofMinnesota Press, 1993, bls. 2-9.
6 Karin Johannisson, Den mörka kontinenten. Kvinnan, medicinen och fin-de-siécle,
Stokkhólmur: Norstedts Förlag, 1994; Bente Rosenbeck, Kroppens politik, bls.
11-28.
Um átök um kynhlutverk og kvenleika kringum aldamótin 1900, sjá t.d. Anita
Göranson o.fl., „Indledning“, Sekelskiften och kön. Strukturella och kulturella över-
gdngar dr 1800, 1900 och 2000, ritstj. Anita Göransson o.fl., Stokkhólmur: Prisma,
2000, bls. 9; Gro Hagemann, „Det kvinnehge element, lutret og styrket. Kvin-
nesak og kvinnelighet i forrige árhundrets Kristiania", ritstj. Gro Hagemann og
Anne Krogstad, Hoydeskrekk. Kvinner og offentlighet, Osló: Ad Notam Gyldendal,
1994, bls. 29-48; Jorgen Lorentzen, Mannlighetens muligheter, Osló: Aschehoug,
1998, bls. 17-21; Ulla Manns, „Kvinnoffigörelse och moderskap. En diskussion
35