Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 98
SVERRIR JAKOBSSON
meðal aðrir sagnfræðingar, þurfa að skilja þau wðmið og forsendur sem
sagnfræðingar gefa sér. Þar af leiðandi þurfa þau að vera opin og skýr öll-
um sem vilja geta skilið og gagnrýnt það sem frá sagnfræðingum kemur.
Rökfærslustílar eru félagslegir og kalla því á samræðu innan fræðanna og
gera hana jafhframt kleifa.
Hér getur notkun kenninga komið að haldi og leitt til merkingarbærr-
ar orðræðu um sagnffæði. Sagnfræðingar hafa haft ómælt gagn af því að
notastvið tiltölulega einföld líkön til rannsóknar á fortíðinni.16 Þess konar
Kkön hggja að baki hugtökum eins og miðaldir, endurreisn, upplýsing,
iðnbylting og nývæðing. Það er því óskynsamlegt að brennimerkja þau og
kasta þeim út í ystu myrkur sem „stórsögum“.17 Að því leym minnir rök-
færslustíll sagnffæðinga á klassíska eðlisfræði sem notar með mjög góðum
árangri fyrirbæri á borð við ljósbrot, massa sem sveiflast á gormi, pendúla
og sólkerfið í beinni og yfirfærðri merkingu sem hkön. Einstök dæmi sem
ekki falla að einföldum hkönum, hkt og kreppuaukandi frátdk í vísinda-
heimspeki Kuhns, eru sömuleiðis rannsóknarefhi sagnffæðinga sem kanna
hugmyndir um vald, veruleika og Hsindi á fyrri öldum.is Túlkanir sagn-
ffæðinga á fortíðinni ættu því að einkennast af fjölhyggju, enda hefur ver-
ið bent á að tiltekin túlkun á fortíðaratburðum sé aðeins möguleg í sam-
hengi við aðra túlkunarmöguleika.19
Kenningar eru umdeildar meðal sagnffæðinga. Þth heyrist jafrivel
fleygt að notkun þeirra fylgi mengun sem eigi upptök sín í heimspeki eða
félagsvísindum.20 Þegar kemur að verklagi sagnfræðinga heldur Guð-
mundur Jónsson sagnfræðingur því raunar fram að flestir sagnfræðmgar
gangi ekki lengra „en að safna, tdnna úr og túlka staðreyndir í anda raun-
hyggju, empírisma.11.21 Þeir vinni því í anda hinnar „vísindalegu aðferðar“.
16 Burke, History and Social Theoiy, bls. 28-33.
1 Sjá t.d. Sigurður Gylfi Magnússon, Sögustríð, bls. 108-109.
18 Meðal frjórra rannsókna af þtí tagi má nefha Montaillou efrir Enunanuel Le Roy
Ladurie, 11 fortnaggio e il vermi eftir Carlo Ginzburg og rannsóknir Foucaults á
valdi og þekkingu; sjá nánar Burke, Histoiy and Social Theoiy, bls. 39-40.
19 Frank Ankersmit orðar þetta svo: „An interpretative way of seeing the past can
only be recognized as such in the presence of other ways of seeing the past.“
Ankersmit, Histoty and Tropology: The Rise and Fall of Metaphor (Berkeley, 1994),
bls. 72; áhersla í frumtexta.
20 Sjá t.d. Burke, Histoty and Social Theory, bls. 2-11; sjá einnig Ian Hacldng,
Historical Ontology (Cambridge, MA, 2002), bls. 54.
21 Guðmundur Jónsson, „„Yfirlitshugsunin" og tálsýn íslensku einsögunnar'1, Saga,
42:1 (2004), 139-146 (bls. 142); álTersla í ffumtexta.
96