Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 128
GUÐMUNDUR JONSSON
Appleby og félagar viðurkenna þó að reglur um góða aðferðaffæði leysa
ekki hlutlægnisvandamálið. Efdr stendur að túlkun og val á skýringum
veltur á persónulegu mati sagnfræðingsins. Við höfum enga óyggjandi
mælik\?arða til að meta vægi einstakra skýringa heldur fer það efdr ólíku
mati okkar á hagsmunum, gildismati og ætlun þeirra sem koma tdð sögu.
Var frelsisbarátta Bandaríkjanna andóf stjómmálaleiðtoga í nýlendtmum
gegn tilburðum bresku stjórnarinnar til að takmarka sjálfstjóm þeirra eða
var hún uppreisn bænda og kaupmanna gegn tekjuskerðingu af völdum
nýrra skatta? Hér geta heimildirnar einar ekki skorið úr um hvor túlkunin
eða skýringin sé réttari vegna þess að þær byggjast á ólíkum hugmjmdum
um hagsmuni, gildismat og markmið þeirra sem komu við sögu - skýring-
um er gefið mismunandi vægi.
Mikilvægt er í þessu sambandi, segja Appleby og félagar, að gera grein-
armun á skýringu (e. explanation) og sjónarmiði eða sjónárhóli (e. perspecti-
ve). Tvær skýringar, t.d. á orsökum amerísku byltingarinnar, geta verið
gagnstæðar og útilokað hvor aðra. Fræðilegar rannsóknir og mnræða
verða síðan að leiða í ljós hvor þeirra er réttari eða hvort hægt sé að sætta
þessar skýringar. En tvö eða fleiri sjónarmið era ekki gagnstæð heldur er
viðfangsefnið skoðað frá ólíkum hliðum. Við getum skoðað atburðina frá
sjónarmiði nýlendustjórnarinnar, embættismanna í nýlendunum, bænda,
kaupmanna o.s.ffv. Lýsi sagnffæðingur atburðum frá sjónarmiði nýlendu-
herranna grefur hann ekki undan sjónarmiði kaupmanna. Gildi ffásagnar
veltur ekki á sjónarmiðinu sem valið er heldur á þtu hve nákvæm og heild-
stæð frásögnin er og hvernig sagnfræðingnum tekst að flétta saman ólík-
um sjónarmiðum í henni.
Hjá Appleby, Hunt og Jacob kemur fram skilningur sem algengur er
hjá sagnfræðingum: að hvert sjónarmið birti okkur sérstaka hlið veruleik-
ans og því þurfi tvö eða fleiri sjónarmið ekki að stangast á - þau lýsi ein-
faldlega ólíkum hliðum á viðfangsefhinu. Þau séu ekki aðeins samrýman-
leg heldur bæti hvert annað upp og gefa fyllri mjmd af viðfangsefninu; því
fleiri sjónarmið sem sagnffæðingurinn dregur fram um Hðfangsefhið,
þeim mun auðugri verður þekking okkar. En þessi nálgun tryggir ekki
endilega meiri hlutlægni. Vandamálið við þennan perspektífmna, segir
söguheimspekingurinn William H. Dray, er að sannleikshugtakið fer á
flot; gengið sé út frá því að öll sjónarmið um sama atburðinn séu sönn svo
ffemi sem hvert um sig sé sjálfu sér samkvæmt. Getum við alhæft að ffá-
sagnir ffá ólíkum sjónarhóli stangist aldrei á? Viðfangsefhi sagnffæðings-
I 2 Ó