Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 53
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
ir konur. Samkvæmt því átti afstaða þeirra sem með völdin fóru rætur að
rekja til nokkurs konar rökþrots. Þá telur hann einnig að karlar hafi álitið
það formsatriði að veita konum borgararéttindi þar sem þær mundu ekki
koma til með að nýta þessi réttindi.54
Athyglisvert er að lokum að skoða afstöðu karla á tímabilinu í sam-
hengi við rannsóknir sænska sagnfræðingsins Christinu Florin en hún
hefur rannsakað sérstaklega ákveðið samspil sem má segja að hafi farið
ffam á bak við tjöldin milli kvenréttindakvenna annars vegar og ráða-
manna hins vegar. Rannsókn Florin nefnist á sænsku „Man som strategi“
er á íslensku gæti útlagst sem „hernaðaráætlun byggð á körlum“. Heim-
ildaforði sá er rannsóknin byggist á er merkilegur en þar eru á ferð um-
fangsmikil bréfaskipti sem baráttukonur fyrir kvenréttindum áttu í sín á
milli. Ein meginniðurstaða hennar er að persónuleg tengsl kveméttinda-
kvenna við áhrifa- og valdamenn hafi verið afar þýðingarmikil í baráttunni
fyrir borgaralegum réttindum á borð við kosningarétt og ráðið miklu um
að þau réttindi náðust. Mikilvægt hafi verið að nota stjórnmálaaðferðir
gamla samfélagsins sem byggðust á kunningsskap og ættartengslum og
það hafi verið lykilatriði að nýta persónuleg sambönd við t.d. gamla skóla-
félaga, þölskylduvini og jafhvel eiginmenn.55 Samkvæmt Florin fólst „her-
kænska“ kvenréttindakvenna eða aðferð m.a. í því að flokka þá karla sem
hlut áttu að máli í hópa, átta sig á því hverjir væru andstæðingar og hverj-
ir væru mögulegir stuðningsmenn. Þá skipti öllu máli að virkja þá karla
sem voru, eins og hún orðar það, félagslega meðvitaðir, htu á málið sem
Hð í nútímavæðingu og var því hægt að vænta aðstoðar frá. Þessir karlar
höfðu lykilþýðingu fyrir framgang kvenréttindamálsins. Samvinnan við þá
gekk þó alls ekki átakalaust fyrir sig, en oft á tíðum fólst umræddur stuðn-
ingur eingöngu í „jámingu varanna“ og sannfæringin risti ekki alltaf
djúpt.56 En þrátt fyrir það heldur Florin því fram að umrætt samspil hafi
haft úrslitaáhrif á að kosningarétturinn náðist.
Nokkur atriði í rannsókn Christinu Florin kunna að skipta máli í ís-
lensku samhengi og mætti nýta til áframhaldandi rannsókna á íslenskri
kvenréttindabaráttu. Öruggt má t.d. telja að það hafi ekki síður verið nær-
,4 Sjá Guðmundur Hálfdanarson, „Defining the Modem Citizen: Debates on Civil
and Politdcal Elements of Citizenship in Nineteenth-Century Iceland“, Scandi-
navian Jonmal ofHistory 1999, bls. 114—115.
55 Christina Florin, „Mim som strategi", bls. 57-58, 75.
56 Christina Florin, ,AISn som strategi", bls. 70-75.
51