Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 173
SAGNRITUN SEM GAGNRÝNI
verið afhjúpuð í heilagri mynd sinni.“28 Besta leiðin að þessu marki var
ekki að stunda huglæga greiningu með hjálp fyrirframgefinna heimspeki-
legra hugmynda, heldur að beita hlutlægri greiningu á sögulegum atburð-
um sem fyrir liggja. Þannig kæmu í ljós díalektísk ferli sem eru raunveru-
leikanum eðlislæg og jafhframt er þeirri hugmynd ögrað að heimurinn
samanstandi af föstum kjarna og eilífum sannleika. I huga Marx var ritun
sögunnar ein þeirra mynda sem gagnrýni gat tekið á sig.
Rétt eins og hjá Marx leit Adorno þannig á sagnfræðina að hún drægi
fram og afmarkaði þær hugmyndir sem heimspekingar gætu beitt: „Hvað
svo sem gerist innra með hugmyndum endurspeglar það alltaf eitthvað í
hreyfingu raunveruleikans."29 Það sem Adorno kallaði „gagnrýna sagn-
fræði“ (sem var hlutd kenningarinnar sem hann og samstarfsmenn hans í
Frankfurtarskólanum mótuðu) miðaði að því að afhjúpa óathugaðar for-
sendur (þar á meðal forsendur hinna gagnrýnu sagnfræðinga sjálfra) sem
fólu í sér réttlætingu á félagslegu misrétti.30 Gagnrýnin sagnfræði dró í efa
tilgátur um nauðsynleg tengsl fortíðar og nútíðar (tengslin gátu einfald-
lega verið yfirfærsla samtímahugmynda yfir á fortíðina, ímynduð samfella)
og lagði í staðinn áherslu á rof á framvindunni. David Hoy skrifar um
Adorno:
Gagnrýnin sagnfræði lætur sig tímann varða: hún beinir athygli
okkar að líðandi stund. I þessu augnamiði beitir hún þó hvorki
þeirri aðferð skynsemishyggjunnar að láta nútímann líta út fyr-
ir að vera hámark alls þess sem á undan er gengið, né þeirri fyr-
irætlun ný-íhaldsstefnu að viðhalda kyrrstöðu. Þess í stað ... er
ætlunin að tryggja að nútíðin haldist opin fyrir ffamtíðinni þrátt
fyrir hið vandkvæðum bundna samband hennar við fortíðina.31
Hugmyndin um að nútíðin sé opin fyrir framtíðinni er kjarni gagnrýninn-
ar og skilgreinir hana sem siðfræðilegt verkefni sem er að vísu afar fjarri
hvers kyns hlutleysi. Hvort sem siðfræði hlutleysis er haldið til streitu af
28 Robert C. Tucker (ritstj.), The Marx-Engels Reader, New York: Norton, 1978, bls.
54.
29 Adomo, Critical Models, bls. 10.
30 Frelsunarkraftur gagnrýninnar sagnfræði var skýr. Sjá annað dæmi í Max Hork-
heimer, „Traditional and Critical Theory“, í riti hans Critical Theory: Selected
Essays, þýð. M. J. O’Connell, New York: Herder and Herder, 1972, bls. 188-243.
31 David C. Hoy og Thomas McCarthy, Critical Theory, Cambridge, Mass.: Black-
weU, 1994, bls. 139.