Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 90
SVANUR KRISTJÁNSSON
Valdakarlar, kvenfrelsi, frjálslyndi og lýðræðisbylgjur
Greining á afstöðu íslenskra valdakarla til kvenfrelsis á tímabilinu 1880-
1915 leiðir í ljós að ekki er hægt að alhæfa um afstöðu þeirra til kvenrétt-
inda og kvenfrelsis. Engu að síður virðist ljóst að tdðhorf þeirra mótuðust
ekki í einangrun frá almennri hugmyndafræði þeirra og stefhu í þjóðmál-
um. Allt frá síðustu áramgum 19. aldar tókust á tveir meginstraumar í
landinu. Annars vegar var íhaldsstefnan, sem stefndi fyrst og ffemst að
varðveislu ríkjandi þjóðskipulags og valdakerfis. Hins vegar var ffjálslynd
stefna, sem ríldi setja þjóðfrelsi og ffelsi einstaklingsins í öndvegi. Smðn-
ingur við kvenff elsi var í fullu samræmi við grundvallarviðhorf ff jálslyndra
manna. Um leið og þorri íslenskra þingmanna tók að aðhyllast ffjálslynda
stefhu fóru þeir að styðja kvenfrelsi. Fremur fáir þingmeim setm kven-
ffelsi á oddinn í þingstörfum sínum en þegar einarðir kvenfrelsissinnar í
hópi þingmanna lögðu fram frumvörp um aukin réttindi ktænna varð
lengi vel fátt um varnir á Alþingi Islendinga. Konmigsvaldið var einn
helsti þröskuldur í vegi kvenréttinda í landinu en hindraði samt ekki að á
Islandi voru réttindi kvenna bemr tryggð en í öðrum löndum.
Viðhorf margra íslenskra valdakarla til kvenréttinda breytmst snögg-
lega eftár 1908 þegar þrennt gerðist það árið. I fyrsta lagi kom ffam
kvennaframboð í Reykjavík í ársbyrjun og fékk mest fylgi ffamboða og
fjórar konur tóku sæti í bæjarstjórn, þar á meðal öflugur leiðtogi, Bríet
Bjarnhéðinsdóttir. I annan stað beið Heimastjórnarflokkurinn með ráð-
herra Islands, Hannes Hafstein, í broddi fylkingar mikinn og niðurlægj-
andi ósigur fyrir nýstofhuðum Sjálfstæðisflokki, sem sótti fylgi sitt og
styrk til alþýðuhreyfinga, þar sem karlar og konur unnu saman. I þriðja
lagi var áfengisbann samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan á Alþingi
gegn harðri andstöðu Hannesar Hafstein og hópnum í kringum hann. I
þinginu vísuðu bannmenn til þess að konur styddu einróma banný’
Framan af höfðu heimastjórnarmenn ekki áhyggjur af kosningarétti
kvernia eða fjölgun kjósenda yfirleitt. Mjög fjölgaði á kjörskrá í bæjar-
stjórnarkosningum í Reykjavík með lögum 1907 sem kosið var eftir 1908.
Aður var kosningarétmr mjög takmarkaður og þátttaka yfirleitt lítil. I bæj-
arstjórnarkosningum í Reykjavík 1903 voru þannig aðeins 883 á kjörskrá,
nær eingöngu karlmenn, og var það aðeins um 12 prósent íbúanna. At-
93 Alþmgistíðindi B II (1909), d. 951. Hannes hafði áfengisbannið að engu, sbr. Al-
þingistiðindi og Guðjón Friðriksson, Eg elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Haf-
stein, Reykjavík: Mál og menning, 2005, bls. 638.
88