Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 102
SVERRIR JAKOBSSON
hins vegar veruleika.28 Georg G. Iggers (f. 1926) telur gagnrýni á raunsæ-
ishefð sagnfræðinnar vega „að sjálfum forsendum nútímasagnfræðirann-
sókna“ og ,,[e]f falhst væri á forsendur þessarar gagmýni væru dagar vit-
rænnar sagnfræði taldir“. Hlumerk sagnfræðinga sé enn sem áður „að
endurskapa raunveruleikann“.29
Varla er til altækari heimssýn en sú sem telur sig höndla veruleikann
með þessum hætti. Hún er þó ríkjandi á Islandi að mati Davíðs Erlings-
sonar íslenskuffæðings: „Vð skort traustrar heimspekihefðar í andlegu lífi
Islendinga varð einmitt hugmjmdin um „heilbrigða skynsemi“ að almenn-
um hugsunargrunni, bæði í háskóla og utan.... [ÞJessi heilbrigða skjmsemi
lenti í slagtogi með hugm\ndinni um raunveruleikann sem sannleika sem
hægt væri að finna og staðfesta með því að horfa beint á hann“.30 Þessi
áfenga hugmyndablanda styðst við tiltekinn rökfærslustíl sem einkennist
af fullvissu um að veruleikinn sé einungis eins og fræðimaðurinn sér hann
og lýsir honum.
Heilbrigð skynsemi er þegar öllu er á botninn hvolft ekkert síður leið-
andi en kenningar. Hún er það mun frekar og hana þarf að greina eins og
hvert annað þekkingarkerfi.31 I henni felst vanahugsun og gagnrýnislaust
er gengið út firá klisjum sem augljósum sannindum. Hún er staðsett gagn-
vart kenningum líkt og almennt hugarfar er staðsett gagnvart hugmjmda-
fræði.32 Hún stvðst við ómeðvitaðar forsendur og þar hefur efantun verið
úthýst. Þar af leiðandi er lítið svigrúm fyrir gagnrýna afstöðu. Sagnffæð-
28 Arthur Marwick, TheNature ofHistoiy (3. útg. London, 1989; frumútg. 1970), bls.
144—146. Richard J. Evans hefur bent á að þau viðmið sem Marwick brúkar
reynist jafrian vera „those of a middle-class white male hving in late-twentieth-
century Britain", sjá Evans, In Defence of Histoiy (2. útg. London, 2000; frumútg.
1997), bls. 72.
29 Georg G. Iggers, Sagnfi-æði á 20. öld. Frá vísindalegri hlutlægni tilpósrrnódernískrar
gagnrýni. Ritsafn Sagnfræðistofnunar, 37. Þýð. Eirflcur K. Björnsson, Olafur Rast-
rick og Páll Bjömsson (Reykjavík, 2004; frumútg. Historiography in the Twentieth
Centuty: From Scientific Objectivity to the Postmodern Challenge, Middletown, CT,
1997), bls. 19, 22, 28.
30 Davíð Erlingsson, „Um raunhyggju-meinlokur. Neðamnálsgrein við fræðihug-
tök“, Þorlákstíðir sungnar Asdísi Egilsdóttur fimmtugri 26. október 1996 (Reykjavík,
1996), 21-25 (bls. 24).
31 Clifford Geertz, Local Knowledge: Further Essays in Interpretative Anthropology
(New York, 2000; frumútg. 1983), bls. 75-77.
32 Um mun á hugmyndaffæði og almennu hugarfari, sjá t.d. Gerd Tellenbach,
,Mentahtát“, Ideologie und Herrschaft im Mittelalter. Wege der Forschung, 530,
ritstj. Max Kemer (Darmstadt, 1982), bls. 385—407 (bls. 390).
ioo