Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 88
SVANUR KRISTJÁNSSON
Óttinn viö vald kvenna
Við skulum snúa aftur til þingsins 1913 og skoða röksemdir þingmaima
íyrir þessu skjmdilega og óvænta bakslagi í baráttunni fyrir mannréttind-
um og kvenfrelsi um leið og þorri þingmanna sneri baki við langvarandi
stuðningi Alþingis við frjálslynda stefhu.
Jón Magnússon mælti fyrir tillögunni um aldursskerðingu kosninga-
réttar kvenna. Hann hóf mál sitt með því að segja að meirihluti nefhdar-
innar haíi „fallist á að gera kosningaréttinn almennan, svo að hann nái
jafnt til karla og kvenna ... en háttvirtur minni hluti vill rýmka réttinn alt í
einu. En meiri hlutinn telur það varhugavert, og sumir hafa jafnvel verið
tregir á að ganga svo langt sem meirihlutinn þó hefir gert.“84 Ef konur
fengju kosningarétt allar í einu er hætt við að mati Jóns að þær muni
„skoða sig sérstakan flokk, er aðeins mætti kjósa konur einar á þing. Að
minsta kosti höfum við Reykvíkingar dæmin fyrir okkur í þessu.“85
Lárus H. Bjarnason vísaði einnig til neikvæðra afleiðinga af kosninga-
rétti kvenna. Þannig mætti ætla að ákvörðun um lagningu símans til
landsins hefði ekki verið tekin (1905), hefðu konur þá haft kosningarétt,
sagði hann. Sömuleiðis hefðu konur með almennan kosningarétt komið í
veg fyrir að nokkur heimastjórnarmaður hefði náð kosningu í þingkosn-
ingum 1908, þegar tekist var á um Uppkastið. Afi þessum ástæðum taldi
Lárus „fulla þörf á því, að binda svo um, að kjósenda-flóðið komi ekki alt
í einu“.86
Jón Magnússon ítrekaði ótta heimastjórnarmanna við almennan kosn-
ingarétt og sagði að „aðalástæðan fyrir ákvæðinu um aldursskerðingu á
kosningarétti væri að margir eru smeykir við að þölga kjósendum um alt
að 2/3 hlutum, þannig að núverandi kjósendur yrðu '/3 af öllum kjósend-
um efdr fjölgunina. Eins og menn vita, hefir reglan yfirleitt verið sú hjá
öllum þjóðum að láta kjósendum fjölga smátt og smátt, taka ekki afar stór
stökk.“87
Sumir stuðningsmenn skerts kosningaréttar á þingi töldu að konur
mættu þakka fyrir að fá takmarkaðan kosningarétt, eins og frumvarpið
gerði ráð fyrir. Konur, sem nú fengju ekki kosningarétt þyrftu einungis
lengst að bíða í ll/l ár. Þetta væri ekki tilfinnanlega löng bið, sagði Einar
84 Sama rit, d. 1577.
85 Sama rit, d. 1579.
86 Sama rit, d. 1602.
87 Sama rit, d. 1642.
86