Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 144
ROBERT H. HARALDSSON
sem rannsóknir á fortíðinni eru mögulegar. Heimur þar sem lygi er bara
lygi kann að riða til falls. „Setjum sem svo“, skrifar Cora Diamond
að einhver segði fullur sjálfstrausts staka lygi um eitthvað sem
hefði með þig að gera, eitthvað úr fortíð þinni. Þetta gæti slegið
þig út af laginu. Þú kannt að upplifa eitt augnablik eins og
raunveruleiki þessa atburðar úr fortíð þinni sé við það að gufa
upp, sé ekki lengur til staðar. Utgáfa hans af fortíðinni svamlar
fyrir hugskotssjónum þínum um leið og þín eigin útgáfa, hvor-
ug er stöðug. En það eru til heimildir, annað fólk býr yfir
minningum, hann er bara lygari, í heimi þar sem greinarmtmur
sannleika og lygi hefur ekki verið afmáður. Hann er bara lygari,
en sú staðreynd að hann er bara lygari er ekki eitthvað sem þú
getur reitt þig á undir öllum kringumstæðum; grundvöllur
sannfæringar þinnar gæti brostið, hægt væri að eyðileggja hann.
Við erum hvert öðru háð um að viðhalda veröld þar sem við
getum jafnvel litið á lygar sem hara lygar. Umhyggja fyrir slíkri
veröld og verndun hennar, sé henni ógnað, birtist okkur þá sem
verkefni.22
Það er athyglisvert hvernig Diamond kallar hér eftir allt annars konar
samstöðu en Rorty gerir. Við erum að hennar dómi samábyrg andspænis
veröldinni.
Athugasemd Diamond við málfluming Rortys og Heal er í grunninn
sú að þau stunda heimspeki í frumspekilegum anda.23 Þau setja ffam kröf-
ur um hvað „sannleikurinn“ merkir eða hljóti að merkja en skoða ekki
hvernig fólk sem berst fyrir framgangi sannleikans lifir með þessu tiltekna
hugtaki. Rorty og Heal einangra eða sértaka (e. abstraci) eina merkingu
herja í afstöðunni til sannleika og frjálslyndis. Afstöðu sinni til sannleika og frelsis
Iýsir Rorty með orðunum: „Ef við sjáum um frelsið mun sannleikurinn sjá um sig
sjálfur.“ Richard Rorty, Contingency, Irony, and Solidarity, bls. 176. Diamond
bendir á að það virðist augljóst að Orwell hafni afstöðu Rortys. Sjá einnig ítarlega
umræðu um þetta efhi í James Conant, „Freedom, Cruelty and Truth: Rorty vers-
us Orwell". Rorty and His Critics, bls. 268-342.
22 Cora Diamond, „Truth: Defenders, Debunkers, Despisers", bls. 209, leturbreyt-
ing þar.
23 Sjá Coru Diamond, The Realistic Spitit. Wittgenstein, Philosophy, and the Mind.
Cambridge, MA og London: The MIT Press, 1991, bls. 19.
142