Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 45
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
Barátta þessi náði inn á Alþingi en Skúli Thoroddsen og Olafur Olafs-
son, síðar fríkirkjuprestur, fluttu nokkurn þölda kvenréttindafrumvarpa á
níunda og tíunda áratug 19. aldar þótt þeir fengju fremur lítil viðbrögð.
Þá náðu kvenfrelsishugmyndir einnig fótfestu í Þjóðliði Islendinga sem
stofnað var í Þingeyjarsýslu árið 1884 en í stefnuskrá þess er talað um að
stefna skyldi að jaíhrétti kvenna og karla.29
Viðhorf hinna ffjálslyndu frumkvöðla kvenréttindastefhunnar mótuð-
ust mjög af einstaklingshyggju. Það má segja að grundvallarrök í málflutn-
ingi þessara frumkvöðla hafi verið hrein jafnræðisrök eða að konum bæru
borgaraleg réttindi á grundvelli hugmyndarinnar um frelsi og jafhrétti
allra manna. Þetta var grundvallaratriði í fyrirlestri Páls Briem sem hann
hélt í Thorvaldsensfélaginu árið 1885 en þar hélt hann því fram að jafh-
réttið væri „nauðsynleg afleiðing af vissunni um að karlar og konur séu
jafhingjar hvers armars, bæði að hæfileikum og ábyrgð.“30
Það var grundvallaráhersla í rökum þessara manna að leggja áherslu á
stöðu kvenna sem einstaklinga og um leið „jafhræði“ þeirra á við karla.
Þetta fól m.a. í sér þá skoðun, sem beinlínis var rædd í umræðum um mál-
ið, að konur hefðu skynsemi til að bera ekki síður en karlmenn. Þar af
leiðandi væri ekki verjandi að neita þeim um rétt til þátttöku í opinberu
lífi og stjómmálum, eða því hélt Skúh Thoroddsen a.m.k. fram er hann
talaði fyrir frumvarpi til laga um „sjereign og myndugleika giptra kvenna“
á Alþingi árið 1891. Gerði hann það á þeim grundvelli að konur væru
skynsemisverur og andlegir jafningjar karlmanna í lífsbaráttunni. Þetta
vissu þingmenn raunar sem flestir ættu „góðar og skynsamar konur, sem
þeir opt... [hefðu] leitað ráða til og fengið holl ráð af.“ Þess vegna væri í
hæsta máta óeðlilegt að gera allt í einu svo lítið úr þroska kvenna þegar
kæmi að yfirráðum þeirra yfir fjárreiðum sínum og að skipa þeim „við
hliðina á barninu“ eða gefa þeim sömu stöðu og börnum og leyfa þeim t.d.
ekki að gera bindandi samninga sem snertu eignir og fjármál.31 Kvenrétt-
indamálið var einnig mjög til umræðu í Suður-Þingeyjarsýslu á síðustu
áratugum 19. aldar og Jón Jónsson, síðar kenndur við Múla, hélt skynsemi
29 Sjá Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen, 2. bd., Reykjavík: Heimskringla, 1974, bls.
324-338 og Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga ogjón á Gautlönd-
um, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1977, bls. 196-198.
30 Páll Briem, „Um frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fyrirlestur“, bls. 296-299.
Páll vitnar hér í ályktanir hins þekkta kvenréttindafundar í Seneca Falls árið 1848.
Sjá einnig „Kvenfrelsi“, Fjallkonan, 7. jan. 1885, bls. 1.
31 Alþingistiðindi 1891 B, d. 429.
43