Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 201
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
ingar og undanfarar þeirra, sem hefur raunverulega tekist að skipa sér sess
innan ríkja sem við þekkjum í dag, eru valin úr. Skoðun sem byggist á vali
líkt og þessu, gerir það merkingarlaust að tala fyrir því að etnískar rætur
nútímaþjóðarinnar nái lengra aftur en til þess tíma þegar hugmyndafræði
þjóðernisstefnunnar kom fram. Auðvitað gera þær það, en vandamálið
felst frekar í gripþráðum þjóðernisstefnu en í rótum þjóðarinnar. Áður en
þjóðernisstefha kom fram á sjónarsviðið var etnískur margbreytileiki lík-
astur fenjaviðarmýri ófullkominna sjálfsskilgreiningarmynstra sem voru í
innbyrðis samkeppni. Þau fengu ekki aðeins nýtt pólitískt notagildi, held-
ur voru einnig síuð og valin úr, endursamstillt og endurstillt, stundum al-
veg upp að því marki að ummyndast eða vera fundin upp.19
Menningarleg þjóöernishyggja krefst þverþjóðlegrar
samanhuróarnálgunar
„Sjónarhorn baksýnisspegilsins“ til að skoða fyrstu stig menningarlegrar
þjóðernisstefhu með tdllitá til þess til hvers hún leiddi síðar, varpar hug-
rænu korti tuttugustu aldar upp á þjóðmenningarlegt landslag öndverðrar
og miðrar nítjándu aldar. Því landslagi var hins vegar í mörgum tilvikum
skipt í aðra flokka en þá sem leiddi síðar af sögulegum atburðum. Hvern-
ig og hvers vegna leiddi þjóðernisstefna Eystrasaltssvæða til þjóðríkja eins
og Eistlands, Lettlands og Litháens - og hvernig tóku þessar flokkanir yfir
upphaflegar svæðisbundnar einingar svo sem Lífland, Kúrland og Samó-
gitíu? Hvernig hurfu Morlakkíumenn og hvernig birtist í takmarkaðan
tíma hugmyndin um „Illyríumenn" sem aðskilinn þjóðernisflokk á
Balkanskaga og hvarf síðan aftur?20 Hvaða ferli var það sem gerði Albön-
um og Makedómumönnum kleift, og stuðlaði að því að Vlökkum mis-
tókst, að mynda viðurkennda þjóð á tilteknu landsvæði? Þeir hlutir sem
áttu sér stað eru afleiðing af ófriðaröld þar sem óvissa, kringumstæður og
landafræði tókust á. Fyrstu málfræðibækurnar, orðabækurnar og ljóðin frá
þessum tíma urðu til í landslagi sem var landfræðilega og etnískt ólíkt
19 Þetta sættdr ef til vill þær skoðanir Gellners og Smiths sem þeir tókust á um í
frægum Warwick-umræðum sínum, sjá nánar í: Nations and Nationalism 2,3/1996,
bls. 357-70.
20 Larry Wolff, Inverting Eastem Europe, Stanford CA: Stanford University Press,
1994; og Venice and the Slavs: The Discovery ofDalmatia in theAge ofEnlightenment,
Stanford CA: Stanford University Press, 2001; Hans Kohn, Pan-Slavism, its Hi-
story and Ideology, New York: Vintage, 1960.
199