Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 85
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
I umræðum á Alþingi 1911 um skertan kosningarétt kvenna voru ýms-
ir þingmenn mjög hreinskilnir þegar þeir útskýrðu stuðning sinn við
frumvarpið. Meginstefið var ótti við að óskertur kosningaréttur kvenna
færði þeim vald og því yrði beitt til að fjölga konum í bæjarstjórnum og á
þingi. Jón Jónsson í Múla benti á að almennur kosningaréttur karla og
kvenna þýddi að nýir kjósendur yrðu 2/3 af öllum kjósendahópnum og
engin „menntuð þjóð“ hefði gert slíka tilraun með fjölgun kjósendad1 Jón
Olafsson taldi tillöguna skynsamlega ef á það væri htið hvernig kvenþjóð-
in hefði notað þennan rétt sinn, sbr. bæjarstjórnarkosningarnar í Reykja-
vík síðast. „... þótt eg sé kvenhollur, þætti mér ekkert gaman að því að
mega búast við einum 20 konttm á þing alt í einu.“/2 Draumur Einars As-
mundssonar frá 1885 um að birta færðistyfir þingsalinn, ef konur sætu þar
á öðrum hverjum stól var nú orðinn að óyndi Jóns Ólafssonar, sem virtist
telja að fyrra frjálslyndi sitt ætti ekki lengur við. Valdastólar karla voru
enda í húfi.
Ótti valdakarla við vald kvenna gekk eins og rauður þráður í umfjöllun
þingsins árið 1913 þegar mikill meirihluti þingmanna samþykkti að tak-
marka kosningarétt kvenna við 40 ár./3 Rétt er að skoða nánar umræður
og ákvarðanir Alþingis 1913 um kosningarétt kvenna til að rökstyðja þessa
fullyrðingu.
I kosningunum 1911 beið Sjálfstæðisflokkurinn mikinn ósigur en
Heimastjómarflokkur fékk helming þjóðkjörinna þingmanna. Konung-
kjömir þingmenn vom annaðhvort í Heimastjómarflokknum eða stóðu
honum nærri. Hannes Hafstein tók aftur við völdum á aukaþingi 1912, en
71 Alþingistíðindi B (1911), d. 932, 946-47.
2 Alþingistíðindi B (1911), d. 1323. Sbr. einnig Guðrmindur Hálfdanarson, „Kosn-
ingaréttur kvenna og afinörkun borgararéttar - umræður um þátttöku og útilokun
í íslenskum stjómmálum11, Kosningaréttnr kuenna 90 ára, ritstj. Auður Styrkárs-
dóttir og Kristín Astgeirsdóttir, Reykjavík: Kvennasögusafh Islands og Rann-
sóknastofa í Henna- og kynjaffæðum, 2005, bls. 22-43, hér einkum bls. 35-36.
Auður Styrkársdóttir, „Kynlegur munur eða kynlægur?“, sama rit, bls. 43-63, hér
einkum bls. 43M4.
3 Samþykkt var að skerða einnig kosningarétt vinnumanna. Gunnar Karlsson hefur
bent á að 1913 óttuðust þingmenn fyrst og fremst kosningarétt kvenna „enda
vom vinnuhjú orðin fá; í manntali 1901 voru þau komin niður fyrir tvö þúsund,
meðan konur, 25 ára og eldri, losuðu 20 þúsund... Þá snerist umræðan um málið á
þinginu 1913 mest um konur, þótt gert væri ráð fyrir að setja 40 ára regluna líka á
vinnuhjú, og töluðu einkum talsmenn reglunnar eins og hún snerist aðeins um
réttindi kvenna“, sbr. grein hans, „Um kvenréttindavilja íslenskra sveitakarla á 19.
öld“,bls. 140-141.
§3