Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 129
SAGAN OG SANNLEIKURINN
ins er ekki aðeins að safha saman sjónarmiðum, hann þarf sjálfur að setja
fram frásögn af því sem hann telur sig hafa komist að um hðna atburði.1'’
Hlutlægni sem sjálfstjóm
Athyglisverður þáttur í hugmyndum þeirra Appleby, Hunt og Jacob er að
hlutlægni lýtur ekki aðeins að vinnubrögðum sagnfræðingsins sjálfs held-
ur ber að skoða hana sem fyrirkomulag sem skapað er í samfélagi ffæði-
manna. Hlutlægni næst ekki með viljastyrk einstakra fræðimanna heldur
er hún markmið, hugsjón, sem keppt er að með gagnrýnni umræðu, skoð-
anaskiptum og jafningjamati.
Kenning Appleby og félaga er skynsamleg og ég tel að þær sýni fram á
að hlutlægnishugtakinu sé viðbjargandi. Þær vísa á bug bæði hinni
þröngu, ósveigjanlegu hludægnishyggju pósitífismans og andskynsam-
legri afttæðishyggju póstmódemismans. Við viðurkennum huglægni sagn-
ffæðingsins í ghmu hans við viðfangsefhi sitt, en göngum jafhframt út frá
þeirri grundvaharafstöðu að verk sagnfræðingsins vísi til raunverulegra at-
burða í fortíðinni: að hann geti búið til sannferðuga mynd af henni, þótt
sú mynd hljóti að vera ófhhkomin og brotakennd.
Við reynum að nálgast sannleika fortíðar með því að leitast við að vera
hludæg. Myndin sem sagnfræðingurinn dregur upp af fortíðinni þarf að
vera byggð á gagnrýnni skoðun heimilda, nákvæmni, samkvæmni og rök-
legri hugsun. Óhjákvæmilega huglægni okkar getum \úð temprað með því
að leitast við að „komast út úr okkur sjálfum", ef svo mætri að orði kom-
ast. Heimspekingurinn Thomas Nagel telur að hludægni megi skilja sem
viðleitni til að láta eigin skoðanir, athafnir og gildismat verða fyrir áhrif-
um ópersónulegra sjónarmiða, þar sem sjálfið er ekki í miðjunni heldur
eitt á meðal annarra hluta.36 Við gerum það m.a. með því að halda aftur af
sjálfhverfu okkar, temja okkur sjálfsaga, setja okkur í spor annarra, þar á
meðal ffæðimanna á andstæðri skoðun, velja ekki að óathuguðu máli þær
staðreyndir sem best falla að hugmyndum okkar. Bandaríski sagnfræðing-
urinn Thomas L. Haskell bendir á að slík aðgreining fræðimanns og við-
35 William H. Dray, On History and Philosophers ofHistory. Leiden: E.J. Brill, 1989,
sjá einkum bls. 64-67.
36 Thomas Nagel, The View from Nvwhere. New York: Oxford University Press,
1986, 7, bls. 69-71. Mér sýnist hugmynd Nagels eðlisskyld hugtakinu samhug-
lægni (e. intersnbjectivitý) eins og Gunnar Karlsson skilgreinir það í ritgerðinni
„Krafan um hlutleysi“, bls. 147-148.
127