Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 176
JOAN W. SCOTT
orð: „,,Hugsun“ ... verður, í na£ni lýðræðis sem enn er ívændum sem felur
í sér möguleika þessarar sömu hugsunar, að taka hið raunverulega lýðræði
til linnulausrar yfirhalningar, gagnrýna fýrirliggjandi birtingarmjmdir
þess, greina heimspekilega siþafræði þess, eða, í stuttu máh, afbyggja
það“.41 Með orðinu „afbyggja“ átti Derrida við að finna blinda bletti þess,
svipta hulunni af takmörkunum þess, hugsa gagnrýnið um aðgerðir þess -
ekki í því augnamiði að hluta lýðræðið niður heldur til að bæta það á áður
óþekktan hátt.
Þrátt fyrir margþættan og mikilvægan mun sem er á kenningum þeirra
Hta þessir heimspekingar á sjálfa sig sem hluta af heimspekilegri hefð þar
sem gagnrýni er rauði þráðurinn. Adorno orðar þetta á kjarnyrtan hátt:
„Gagnrýni ein og sér, skoðuð sem eining vandamálsins og rakanna sem
því fylgja en eklti sem upptaka viðtekinna kenninga, hefur lagt grunninn
að því sem má líta á sem skapandi frumk\-æði í sögu heimspekinnar“.42
Derrida setur ffam myndlíkingu um lyftistöng sem samkvæmt Alexander
Dickow „ýtir eða knýr lesendur í átt að nýjum túlkunartilraunmn11.43 Þrátt
fyrir að áhersla þessara sömu heimspekinga á að sagnfræði sé mótsögn og
samhengisleysi virðist bera með sér rök gegn hugmyndinni um hefð, býð-
ur hugmyndin um skuldbindinguna við gagnrýni, skilin sem tæki - þ.e.
sem neikvætt en samt áhrifaríkt tilefni til að grípa til aðgerða - ffam leið
til að skilja hvað þeir áttu við. I þessu er fólgin tvöföld áskorun til sagn-
ffæðinga: að þeir skrifi sagnffæði af þeim toga sem verkar sem lyftistöng
sem varpar Ijósi á grunnforsendur sem félagsleg og pólitísk sannindi h\fla
á í þeim tilgangi (og hér kemur seinni liður áskorunarinnar) að skapa rými
fyrir sagnfræðilegar aðgerðir sem vísa í ótilgreinda átt og munu aldrei ná
endamarki sínu. Eg held því fram að póststrúktúralismi láti slíka lyftistöng
í té, að hann bjóði ffam leið til að blása nýju lífi í sagnfræðilegar rannsókn-
ir í póstmódernískum eftirlenduheimi.
41 Jacques Derrida, Right to Philosopby, I. bindi: Who’s Afi-aid of Philosophy?, þýð. Jan
Plug, Stanford: Stanford University Press, 2002, bls. 42.
42 Adomo, CriticalModels, bls. 8.
43 Alexander Dickow færir fram upplýsandi umræðu um þetta í „Derrida’s Sum-
mons: Responsibility in ,JVIochIos“, or, the Conflict of the Faculties“, óbirt grein,
Rutgers-háskóli, desember 2005, bls. 14. Sjá einnig Jacques Derrida, Right to
Philosophy, II. bindi: Eyes of the University, þýð. Jan Plug o.fl., Stanford: Stanford
University Press, 2004, bls. 110-111: „Þegar maður spyr hvemig eigi að ná áttum
í sögunni, siðferði eða pólitík, virðast alvarlegustu ágreiningsatriðin og ákvarð-
animar sjaldnar tengjast markmiðinu en lyftistönginni.“
x74