Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 122
GUÐMUNDUR JÓNSSON
sem félagslega afurð - háð tíma og stað - en ekki ævarandi, yfirsöguleg
fiTÍrbæri.
I þriðja lagi urðu róttækir femínistar afar gagmýnir á hlutlægnishyggj-
una og aðrar grunnreglur vísindanna sem þeir töldu eiga þátt í þtd að úti-
loka konur bæði sem viðfang í rannsóknum og þátttakendur í heimi vís-
inda og fræða.
I fjórða lagi reis by\g]z pósfíJiódernismans á m'unda og tíunda áratugnum
og olh miklum usla í hugvísindum. Það er erfitt að henda reiður á þeirn
samtíningi hugmjmda sem settar hafa verið undir hatt póstmódernismans,
en flestar eiga þær þó sameiginlegt að gera lítið úr möguleikum sagnffæð-
innar til að gefa sanna mynd af fortíðinni. Eg ætla því að staðnæmast \dð
nokkur atriði í póstmódemismanum sem snúa að afstæðishyggju, gagn-
rýni sem sett hefur verið ffam í nafni hans á viðteknar hugmyndir hug\ds-
inda um sannleika og hlutlægni. Merkisberar þessara hugnntnda eru
margir, en hér verða aðeins nefhdir þrír þeirra: Michel Foucault, Jacques
Derrida og Jean-Francois Lyotard.28
I sem stystu máli eiga áhangendur póstmódernismans það sameigin-
legt að efast um að hægt sé að komast að raun um hver hinn ytri raunveru-
leiki er, þar á meðal veruleiki fortíðarinnar. Póstmódernistar telja að texti
sagnfræðingsins eigi allt eins mikinn þátt og veruleikinn í að gefa fortíð-
inni merkingu. Tungumálið er ekki hlutlaus miðill heldur hefur það sitt
eigið kerfi og tilvísanir í sjálft sig sem móti hugsun mannsins. Tungumál-
ið endurspeglar illa eða alls ekki veruleikann og það sem meira er: Það sé
enginn veruleiki tdl handan textans sem er óháður tjáningu okkar á honum
í texta og orðræðu. Þess vegna er engin hlutlæg söguleg aðferð utan text-
ans, aðeins túlkanir sem mótaðar eru af tungumálinu. Textinn er því ætíð
háður huglægni túlkandans og því er engin hlutlæg viðmiðun til að meta
ólíkar túlkanir. Hayden Mdiite, einn af hugmyndasmiðuin póstmódern-
ismans, segir á einum stað að sagan sé ekki til í heimildum, það séu sagn-
28 Hér er m.a. stuðst við Joyce Appleby, Lynn Hunt og Margaret Jacob, Telling
the Truth. - Keith Jenkins (ritstj.), The Tostmodern History Reader. Lond-
on: Routledge, 1997. - Perez Zagorin, „History, the Referent, and Narrative:
Reflection on Postmodernism Now“, History and Theory 38 1999, bls. 1-24. -
Alun Munslow, The New Histoiy. - Georg Iggers, Sagtifræði á 20. öld. Frá
vtsindalegri hlutkegni tilpóstmódernískrar gagnrýni. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 37.
Reykjavík, 2004, kaflar 8-10 og Eftirmáli, 2004. - Callum G. Brown,
Postmodernism for Historians. Harlow: Pearson Education Lintited, 2005. -
Gunnar Karlsson, Inngangur, bls. 23-27.
120